Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 49
MÚLAÞING
47
staðreynd. En allt þetta eru þau fyrst og fremst fyrir það að vera
einkenni á vissu umhverfi, þar sem lífið mótast í andlegar eigindir
og gerir sína vitnisburði. Þetta gera Krossavíkurfjöllin, meðan
þau standa í Vopnafirði.
JÖRGEN SIGFÚSSON OG MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR
Ekki er nú vitað, hverra manna ráða Olöf hlítti um að láta Krossa-
vík í hendur þeim Jörgen og Margréti á Ási, en tæpast hefur hún
verið þar ein í ráðum, en hafi svo verið, kunni hún betur að ráða
en ætla mætti, af svo gamalli konu, því að það mundi vera réttur
dómur, að þar hafi hún vel ráðið. Er þó ekki líklegt, að hún hafi
óskað eftir þeim nýja tíma, sem þessum hjónum fylgdi þar í garð,
né skilið, að hann var á næstu grösum og hlaut óhjákvæmilega að
koma. Er það einnig svo, að nýir tímar skapa umrót, og það er
misjafnt, hvað gömlu staðirnir taka vel á móti því. Þeirra saga
hefur orðið bezt af fastmótuðum háttum um lengri tíma, þar sem
aðstæðurnar hafa litlum eða engum breytingum tekið. Nú voru
komnir merkilegir tímar. Þjóðin, sem aðallega er bændur og búalið,
bjó við ágætan markað á höfuðframleiðslu sinni, kjötinu, en fuli-
orðnir sauðir voru seldir háu verði til Bretlands. Jafnframt streymdi
fólkið út úr landinu til Ameríku, og nú þóttu það ekki verri kostir
að leggja hala á bak og hverfa þangað en gerast búaliði á ein-
hverjum bæ og fyrir kaup, sem þá ekki svaraði til þess, sem fram-
leiðslan gaf í aðra hönd. Bændur, sem náðu í góða bújörð þóttu
hafa þá aðstöðu, sem bezt gat gefizt í landinu á þessum tíma, og
margir þeirra stórgræddu á sauðasölunni, en datt ekki í hug að
hækka kaup við búaliðið. Aldagamlir hættir voru það, að menn
urðu að vera vistráðin hjú á bæjum, og báru húsráðendur ábyrgð
á kosti þeirra og kjörum. En nú var þessum háttum breytt 1892,
var það kallað að leysa vistarbandið af fólki og þótti horfa í þjóð-
frelsisátt, sem það óneitanlega gerði. Hér var sá tími að halda inn-
reið sína í landið, sem síðan hefur þróazt í það, að nú leika allir
lausum hala, en búalið er horfið úr sveitum að mestu leyti. í þessu
ljósi verður að skoða sögu Krossavíkurhjónanna, einkum hin síð-
ari ár, og þá sögu, að hér gat ekki orðið framhald á hinnu gömlu