Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 52
50
MÚLAÞING
í ábúð Sigfúsar og bjuggu þar á þann hátt til 1883, að umboðs-
maður Skriðuklaustursjarða, Páll skáld Ólafsson, byggir þeim
Skriðuklaustur, sinn helminginn hvorum, Jörgen og Halldóri Bene-
diktssyni, er þá var kvæntur Arnbjörgu dóttur Sigfúsar. Voru hér
menn á ferðinni, sem ekki voru efni í hálflendubændur, þótt bú-
jörð væri góð, og bar nú svo til, að Valþjófsstaðaprestákall losn-
aði, og þangað átti að fara presturinn á Ási, því að þau brauð
voru þá sameinuð. Presturinn á Ási var séra Sigurður frá Brekku,
bróðir Margrétar konu Jörgens, og nú fluttist hann að Valþjófsstað.
Jörgen réðst þá burt frá Skriðuklaustri og tók Ás til ábúðar og
skyldi þar nú ekki vera prestssetur framar, en Halldór tók einn við
Klaustri og bjó þar síðan og varð landáþekktur stórbóndi. Jörgen
bjó nú á Ási og var góður bóndi og vel metinn í sinni sveit. Þá
var það, að honum var boðið að taka við Krossavík í framhaldi
af ættsetu þar í samfleytt 170 ár, sem þeim manni af ættinni, er
álitlegastur væri til að sitja jörðina, svo sem henni hæfði að kost-
um og sögu. Var hann þó eins og fyrr sagði ekki afkomandi Guð-
mundar sýslumanns, heldur Bjargar systur hans. Þau hjón settust
nú að í Krossavík. Var þar bær forn, mikill og ekki þénanlegur,
og varð ekki komizt hjá húsabótum, er lítill tími liði. Ólöf settist
að í lítilli baðstofu og hélt þeim háttum, er henni líkaði, og mun
hafa unað allvel sínu ráði. Þau Jörgen og Margrét urðu brátt vel
virt í Vopnafirði. Jörgen var gáfaður maður, stilltur og prúður,
kíminn og hláturmildur, og hinn skemmtilegasti í viðræðu, kapps-
maður var hann um vinnubrögð og ódeigur að leggja í stórræði,
minni hans var viðbrugðið, enda vel heima í flestu, er til umræðu
bar. Hann hafði notið góðrar barnafræðslu, eftir því sem þá gerð-
ist, en naut ekki skólagöngu, var lítilsháttar blestur á máli, en eftir
því tók eng.inn, sem við hann ræddi, skýr hugsun og drengilegt
orðsval breiddi alveg yfir það. Honum mun af þeim sökum þó hafa
verið stirðara um mál en annars hefði orðið, en slíkt var aldrei
til athugunar né umræðu. Jörgen í Krossavík var alltaf með drengi-
legustu mönnum og vel virtur af öllum, enda leyndi það sér aldrei,
hvað hann var vel gefinn og traustur maður. Hann lærði fyrstur
manna í Vopnafirði, og ef til vill víðar, að bólusetja sauðfé við
bráðapest og stundaði það mikið á haustin, fór ef til vill víða um