Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 52

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 52
50 MÚLAÞING í ábúð Sigfúsar og bjuggu þar á þann hátt til 1883, að umboðs- maður Skriðuklaustursjarða, Páll skáld Ólafsson, byggir þeim Skriðuklaustur, sinn helminginn hvorum, Jörgen og Halldóri Bene- diktssyni, er þá var kvæntur Arnbjörgu dóttur Sigfúsar. Voru hér menn á ferðinni, sem ekki voru efni í hálflendubændur, þótt bú- jörð væri góð, og bar nú svo til, að Valþjófsstaðaprestákall losn- aði, og þangað átti að fara presturinn á Ási, því að þau brauð voru þá sameinuð. Presturinn á Ási var séra Sigurður frá Brekku, bróðir Margrétar konu Jörgens, og nú fluttist hann að Valþjófsstað. Jörgen réðst þá burt frá Skriðuklaustri og tók Ás til ábúðar og skyldi þar nú ekki vera prestssetur framar, en Halldór tók einn við Klaustri og bjó þar síðan og varð landáþekktur stórbóndi. Jörgen bjó nú á Ási og var góður bóndi og vel metinn í sinni sveit. Þá var það, að honum var boðið að taka við Krossavík í framhaldi af ættsetu þar í samfleytt 170 ár, sem þeim manni af ættinni, er álitlegastur væri til að sitja jörðina, svo sem henni hæfði að kost- um og sögu. Var hann þó eins og fyrr sagði ekki afkomandi Guð- mundar sýslumanns, heldur Bjargar systur hans. Þau hjón settust nú að í Krossavík. Var þar bær forn, mikill og ekki þénanlegur, og varð ekki komizt hjá húsabótum, er lítill tími liði. Ólöf settist að í lítilli baðstofu og hélt þeim háttum, er henni líkaði, og mun hafa unað allvel sínu ráði. Þau Jörgen og Margrét urðu brátt vel virt í Vopnafirði. Jörgen var gáfaður maður, stilltur og prúður, kíminn og hláturmildur, og hinn skemmtilegasti í viðræðu, kapps- maður var hann um vinnubrögð og ódeigur að leggja í stórræði, minni hans var viðbrugðið, enda vel heima í flestu, er til umræðu bar. Hann hafði notið góðrar barnafræðslu, eftir því sem þá gerð- ist, en naut ekki skólagöngu, var lítilsháttar blestur á máli, en eftir því tók eng.inn, sem við hann ræddi, skýr hugsun og drengilegt orðsval breiddi alveg yfir það. Honum mun af þeim sökum þó hafa verið stirðara um mál en annars hefði orðið, en slíkt var aldrei til athugunar né umræðu. Jörgen í Krossavík var alltaf með drengi- legustu mönnum og vel virtur af öllum, enda leyndi það sér aldrei, hvað hann var vel gefinn og traustur maður. Hann lærði fyrstur manna í Vopnafirði, og ef til vill víðar, að bólusetja sauðfé við bráðapest og stundaði það mikið á haustin, fór ef til vill víða um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.