Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 88
84
MÚLAÞING
með 1 kúgildi og 10 aura landskuld. ((Þess ber að geta, að bókin
breytir mati ýmissa jarða til samræmis v.ið landskuld, þ. á. m. mati
Gestsstaða, en sú breyting skiptir ekki máli í þessu samhengi).
Sé nú dýrleiki Vestdals og Gestsstaða 1681 borinn saman við
„Westadt" skv. H kemur í Ijós, að mismunurinn er óþægilega mik-
ill. Hins vegar er fullt samræmi milli dýrleika Vestdals og Gestsstaða
í jarðabók Kleins og í K, jafnvel kúgildatala og landskuld Gests-
staða eru óbreyttar. K skýrir og frá því, að Gestsstöðum sé skipt
milli Múlasýslna og Kolfreyjustaðakirkju (Jarðatal 376). Dýr-
leikamunurinn milli nefndra jarða í jarðabók Kleins og H er enn
meiri varðandi Gestsstaði en Vestdal, 20 hundruð á móti 3 hundr-
uðum (helmingi 6 hundraða), en í síðara dæm.inu 20 hundruð á
móti 9 hundruðum. Hvort tveggja gerir tilgátur þessar ótrúlegar.
Hvernig gat 20 hundraða jörð fallið í verði um 11 hundruð eða
jafnvel 17 hundruð á röskum 40 árum, en síðan haldizt í óbreyttu
gildi um mun lengra árabil. Vissulega gæti margt til slíkra örlaga
dregið (t. d. skriðuföll í Seyðisfirði), en þar um er á engu að byggja.
Þó virðist þess enginn kostur að tilnefna aðra möguleika um sinn.
Vestdalur hefur hvort tveggja nafnlíkingu (Westadt — Vestdalur,
Westadt -— Gestsstaðir) og aðgengilegri dýrleika fram yfir Gests-
stað.i, en hlut síðarnefndu jarðarinnar bætir sú staðreynd, að Jó-
hann Klein beinlínis telur hana meðal Skriðuklaustursjarða, þar
sem Vestdalur á hinn bóginn ekki er auðkenndur nánar en sem
kónglegrar majestatis jörð.
B og C geta ekki um „Westadt“ né heldur I, en samkvæmt því,
sem áður segir um heimildir þessar, verður hér reiknað með, að
jörðin sé í eigu klaustursins þegar fyrir siðaskipti. Gestsstaða get-
ur fyrst hjá Jóhanni Klein að því, er séð verður, og er því ekki unnt
að telja jörðina meðal Skriðuklaustursjarða í pápisku, sé hún ekki
hin sama og „Westadt." Verður þá að liggja milli hluta, hvenær
hún er komin í hendur klaustr.inu.
Fagridalur, Austdalur og Hamborg falla niður í B, en Bessa-
staðagerði í B og C. Hér um er hið sama að segja og fyrr var frá
greint varðandi Vað, Nes og Sellátur. Þó er þess að geta, að Bessa-
staðagerði og Hamborg voru hjáleigur frá Bessastöðum. Áður er
rætt um hugsanlega stöðu Brekkugerðis, hjáleigu frá Brekku, í