Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 125

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Side 125
MULAÞING 121 Bónda þeim, er hér átti hlut að máli, var svo gert aðvart; lét hann sækja bola og slátra honum. Eg kynntist þessum manni allvel á efri árum hans. Hans var kátur og spaugsamur, kunni frá mörgu að segja. Hann sagði mér þá sögu þessa, er ég hef hér skráð, og sitthvað fleira. Hjónin á Grund. — (Þjóðsaga) Fyrr á tíð bjuggu á Grund á Jökuldal fátæk hjón. Ekki er þess getið, hvort þar hafa búið fleiri eða hvort þau hafa þar ein verið. Lítið er um nærtækar engjar á Grund, og þarf því að sækja heyskap alllangt til eða upp í Heiði eins og sagt er. Nú var það um sumarið, uð þau hjónin áttu allmikið hey í flekkjum uppi á engjum, en ó- þurrkar höfðu gengið um tíma. Svo er það einn morgun, að þurrk- ur er kominn. Bregða nú hjónin við og búast til engjaferðar, hyggja gott til að þurrka sitt hey. Taka þau með sér ungbarn, er þau áttu, ásamt ýmsu dóti, er þau þurftu að hafa með sér til dagsins. Móðir- in heldur á barni sínu, en faðirinn tekur vöggu þess með hinu dót- inu. Þegar kemur á engjarnar, býr konan um barn sitt í vöggunni, þar sem henni sýndist vera skjólsamt og gott fyrir kvöldnæðingi. Nú taka hjónin til við að snúa í og hagræða flekkjunum. Gengur það fram eftir degi. Þó gefur konan sér tíma til að vitja um barn sitt við og við. Heyflekkirnir voru til og frá um allstórt svæði, eins og venja var til um engjaheyskap. Svo kemur að því, að hægt er að fara að raka saman og setja upp í sáturnar. Það er mikið verk, og vinna hjónin að því af mesta kappi, þó að konan liefði til þessa vitjað um barn sitt af og tií. Fór svo að lokum, þegar kappið var mest að ná saman heyinu, að hjónin uggðu ekki að sér, fyrr en þau verða þess vör, að skellir yfir niðdimmri þoku; auk þess var myrkur að skella á. Hjónin bregða nú við að finna barnið, en hvernig sem þau ganga um, er myrkur og þoka svo svört, að þau vita naumast, hvar þau fara. Að síðustu koma þau heim, þegar langt er liðið af nótt. Ekki varð hjónunum svefnsamt það sem eftir var nætur. Næsta morgun, þegar birta tók og þokunni var af létt, bregða hjónin við upp á engjar. Þar var nú orðið bjart, og fundu þau iljótt barnið. Einhvern tíma um nóttina hafði vaggan oltið um koli. — Lík litla barnsins lá á jörðinni þar skammt frá. Jón Björnsson frá Hnefilsdal skráði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.