Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 125
MULAÞING
121
Bónda þeim, er hér átti hlut að máli, var svo gert aðvart; lét
hann sækja bola og slátra honum. Eg kynntist þessum manni allvel
á efri árum hans. Hans var kátur og spaugsamur, kunni frá mörgu
að segja. Hann sagði mér þá sögu þessa, er ég hef hér skráð, og
sitthvað fleira.
Hjónin á Grund. — (Þjóðsaga)
Fyrr á tíð bjuggu á Grund á Jökuldal fátæk hjón. Ekki er þess
getið, hvort þar hafa búið fleiri eða hvort þau hafa þar ein verið.
Lítið er um nærtækar engjar á Grund, og þarf því að sækja heyskap
alllangt til eða upp í Heiði eins og sagt er. Nú var það um sumarið,
uð þau hjónin áttu allmikið hey í flekkjum uppi á engjum, en ó-
þurrkar höfðu gengið um tíma. Svo er það einn morgun, að þurrk-
ur er kominn. Bregða nú hjónin við og búast til engjaferðar, hyggja
gott til að þurrka sitt hey. Taka þau með sér ungbarn, er þau áttu,
ásamt ýmsu dóti, er þau þurftu að hafa með sér til dagsins. Móðir-
in heldur á barni sínu, en faðirinn tekur vöggu þess með hinu dót-
inu. Þegar kemur á engjarnar, býr konan um barn sitt í vöggunni,
þar sem henni sýndist vera skjólsamt og gott fyrir kvöldnæðingi.
Nú taka hjónin til við að snúa í og hagræða flekkjunum. Gengur
það fram eftir degi. Þó gefur konan sér tíma til að vitja um barn
sitt við og við. Heyflekkirnir voru til og frá um allstórt svæði,
eins og venja var til um engjaheyskap. Svo kemur að því, að hægt
er að fara að raka saman og setja upp í sáturnar. Það er mikið
verk, og vinna hjónin að því af mesta kappi, þó að konan liefði til
þessa vitjað um barn sitt af og tií. Fór svo að lokum, þegar kappið
var mest að ná saman heyinu, að hjónin uggðu ekki að sér, fyrr
en þau verða þess vör, að skellir yfir niðdimmri þoku; auk þess
var myrkur að skella á. Hjónin bregða nú við að finna barnið, en
hvernig sem þau ganga um, er myrkur og þoka svo svört, að þau
vita naumast, hvar þau fara. Að síðustu koma þau heim, þegar
langt er liðið af nótt. Ekki varð hjónunum svefnsamt það sem eftir
var nætur.
Næsta morgun, þegar birta tók og þokunni var af létt, bregða
hjónin við upp á engjar. Þar var nú orðið bjart, og fundu þau
iljótt barnið. Einhvern tíma um nóttina hafði vaggan oltið um koli.
— Lík litla barnsins lá á jörðinni þar skammt frá.
Jón Björnsson frá Hnefilsdal skráði.