Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Síða 144
140
MÚLAÞING
spottanum oft brugðið um öxl, ef dráttur var erfiður, Síldarrenn-
urnar voru svipaðar og enn gerist, nema hvað ekki var notað renn-
andi vatn til þess að flytja úrganginn frá þeim, sem söltuðu, varð
því að moka honum upp í stampa og draga hann burtu. Verkunar-
aðferð var nokkuð á annan veg en nú gerist almennt. Síldin var
öll kverkuð, en ekki hausskorin. Kverkunin var framkvæmd með
hníf eingöngu lengi vel, hnífsblaðið var vafið fram fyrir miðju,
algengast var að nota stóra tréskefta vasahnífa, svokallaða fiski-
hnífa. Seinna komu til sögunnar síldarklippurnar alkunnu, en kon-
ur, sem vanar voru hnífunum, voru ekki allar hrifnar af þeirri ný-
breytni. Síldin var flokkuð í salt eftir stærð, „sorteruð“ sem kall-
að var. Tunnur voru af svipaðri stærð og enn gerist, en á þessum
tímum voru þær yfirleitt trébentar nema á endum, þar voru járn-
gjarðir, það er að segja, gjarðir voru úr trésveigum, sem læst var
saman á sérstakan hátt, sveigendarnir lagðir á misvíxl og brugðið
hvorum um annan, en hök skorin í endana á ská til festu. Það var
vandasamt að vera síldarbeykir í þá daga, og munu þeir flestir hafa
verið Norðmenn lengi vel, en íslendingar lærðu þetta verk fljótlega
eins og önnur verk, sem þessum atvinnuvegi tilheyrðu. Söltun síld-
arinnar var mikil vinna, og þá eins og nú var það aðallega kven-
fólk, sem saltaði. Saltað var í ákvæðisv.innu og kappið mikið að
salta sem mest og hafa sem mest upp úr sér. Vegna fólksfæðar
gengu þar margar konur til verka, þótt komnar væru til ára sinna,
og í miklum aflahrotum urðu allir að vinna, sem vettlingi gátu
valdið og að heiman komust. Ys og þys síldarbryggjunnar var tví-
mælalaust ein örasta slagæð í íslenzku athafnalífi á þessum tímum,
eins og reyndar enn í dag í norðlenzkum og austfirzkum síldar-
höfnum á sumrin, þegar vel veiðist. Hróp og köll síldarstúlknanna
eru ennþá hin sömu: „Taka tunnu, tóma tunnu, vantar salt,“ og svo
mun enn verða, á meðan hinn silfurgljáandi fiskur er dreginn að
landi, þótt veiðiaðferðin hafa breytzt og ný tækni komið til sög-
unnar með sína kraftblökk, nælonnætur og vélknúna veiðiflota,
og eflaust kemur aldrei aftur sú tíð, að menn eltist við síldartorf-
urnar uppi við landsteina undir þungum árum.
Það er svo ekki úr vegi að gefa stuttorða lýsingu á einum útróðri
til að varpa nokkru ljósi á veiðiaðferðina og vinnubrögðin. Nótin