Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 182

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Page 182
178 MÚLAÞING tíma Sigurðar blinds eru í ritinu, fjölgar þeim mjög, eftir því sem á líður sögutímann. Sýnishorn af ljóða- gerð flestra þessara skálda getur þar. Hér er, eins og fyrr segir, ekki um ritdóm að ræða, aðeins reynt að gefa örlitla hugmynd um efni þessa rit- verks, sem framtakssamir Austfirð- ingar og margfróðir hafa ritað og komið á prent. Það ætti auðvitað að vera í hverjum bókaskáp, þar sem landssögu og þjóðar er annars ætlað eitthvert rúm, en töluvert mun á skorta, að þessar bækur hafi hlotið verðuga útbreiðslu eða séu lesnar, svo sem þær eiga skilið. Ymsir hafa að þeim staðið, en efst ber þó sýni- lega hlut tveggja manna, Halldórs Stefánssonar og Stefáns Einarssonar, einkum hins fyrrnefnda. Fyrsta bindið kom út, þegar Halldór var sjötugur, ef Hver er maöurinn skrökvar ekki til um fæÖingarár og ég kann að reikna aldurinn rétt. Ekki er mér kunnugt um, hve lengi Halldór hefur helgað austfirzkum fræðum starfskrafta sína fyrir þann tíma, en einstætt er og furðulegt, hve miklu og góðu verki hann hefur skilað eftir venjulegan vinnudag. Lauslega talið er ritverkið allt um 1700 lesmálssíður fyrir utan myndir (fáar), nafnaskrár o. fl. Af þessu hefur Halldór ritað upp undir 1000 síður, viðað að sér heimildum og steypt þær í mót. Stíll hans er óflúraður og blátt áfram, hann er var- færinn í fullyrðingum, framsetningin einstaklega skýr og veruleikaföst. Halldór hefur ekki enn sagt frá sinni eigin ævi á prenti. Þó er fullkunnugt, að margt hefur hann lifað, er frá- sagnarvert mætti telja, maður, sem hefur hrærzt í samtíð sinni, ef til vill merkasta tíma, sem þjóðin hefur lif- að. Og eitt er óhætt að segja um ævi- sögu Halldórs, þótt órituð sé, hún mundi ekki falla og skreppa öll sam- an, er um elliár yrði ritað, svo sem títt er um slíkar sögur. Þetta ritverk sér fyrir því. A. H. Halldór Pálsson: SKAÐA- VEÐUR, KNÚTSBYLUR 1886. Bókaútgáfa Æskunnar 1965. Stórviðri á sjó og landi og þar af leiðandi hrakningar og mannraunir hafa löngum verið Islendingum hug- leikin og tiltæk umræðuefni. Fer heldur ekki hjá því, að veður- farið setji mark sitt allljóslega á mannlíf og mennt í landi, þar sem fólk býr í tvíbýli við einhverja duttl- ungafyllstu veðurguði, er fundnir verða á allri heimskringlunni. I bókmenntum okkar úir og grúir af sögum um illviðri og hrakninga, þar sem menn hafa ýmist haft sigur eða beðið ósigur. Þessar heimildir eru dreiföar víðs- vegar, um þjóðsögur, æviminningar, blöð og tímarit. Líklega er hér um að ræða einhvern hinn þjóðlegasta af öllum okkar þjóð- lega fróðleik. Segja má, að sögur þessar séu æði sviplíkar hver annarri, enda er efnið ekki víðfeðmt að sama skapi og það er mikið. Fyrir jólin síðustu kom út bókin Skaðaveður Knútsbylur 1886, eftir Halldór Pálsson fyrrum bónda á Nesi í Loðmundarfiröi, en hann hefur um alllanga stund viðað að sér heimild- um um skaðaveður á Islandi. Bók þessi er sérstæð í öllum þeim firna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.