Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Qupperneq 182
178
MÚLAÞING
tíma Sigurðar blinds eru í ritinu,
fjölgar þeim mjög, eftir því sem á
líður sögutímann. Sýnishorn af ljóða-
gerð flestra þessara skálda getur þar.
Hér er, eins og fyrr segir, ekki um
ritdóm að ræða, aðeins reynt að gefa
örlitla hugmynd um efni þessa rit-
verks, sem framtakssamir Austfirð-
ingar og margfróðir hafa ritað og
komið á prent. Það ætti auðvitað að
vera í hverjum bókaskáp, þar sem
landssögu og þjóðar er annars ætlað
eitthvert rúm, en töluvert mun á
skorta, að þessar bækur hafi hlotið
verðuga útbreiðslu eða séu lesnar,
svo sem þær eiga skilið. Ymsir hafa
að þeim staðið, en efst ber þó sýni-
lega hlut tveggja manna, Halldórs
Stefánssonar og Stefáns Einarssonar,
einkum hins fyrrnefnda. Fyrsta bindið
kom út, þegar Halldór var sjötugur, ef
Hver er maöurinn skrökvar ekki til
um fæÖingarár og ég kann að reikna
aldurinn rétt. Ekki er mér kunnugt
um, hve lengi Halldór hefur helgað
austfirzkum fræðum starfskrafta sína
fyrir þann tíma, en einstætt er og
furðulegt, hve miklu og góðu verki
hann hefur skilað eftir venjulegan
vinnudag. Lauslega talið er ritverkið
allt um 1700 lesmálssíður fyrir utan
myndir (fáar), nafnaskrár o. fl. Af
þessu hefur Halldór ritað upp undir
1000 síður, viðað að sér heimildum
og steypt þær í mót. Stíll hans er
óflúraður og blátt áfram, hann er var-
færinn í fullyrðingum, framsetningin
einstaklega skýr og veruleikaföst.
Halldór hefur ekki enn sagt frá sinni
eigin ævi á prenti. Þó er fullkunnugt,
að margt hefur hann lifað, er frá-
sagnarvert mætti telja, maður, sem
hefur hrærzt í samtíð sinni, ef til vill
merkasta tíma, sem þjóðin hefur lif-
að. Og eitt er óhætt að segja um ævi-
sögu Halldórs, þótt órituð sé, hún
mundi ekki falla og skreppa öll sam-
an, er um elliár yrði ritað, svo sem
títt er um slíkar sögur. Þetta ritverk
sér fyrir því. A. H.
Halldór Pálsson: SKAÐA-
VEÐUR, KNÚTSBYLUR
1886. Bókaútgáfa Æskunnar
1965.
Stórviðri á sjó og landi og þar af
leiðandi hrakningar og mannraunir
hafa löngum verið Islendingum hug-
leikin og tiltæk umræðuefni.
Fer heldur ekki hjá því, að veður-
farið setji mark sitt allljóslega á
mannlíf og mennt í landi, þar sem
fólk býr í tvíbýli við einhverja duttl-
ungafyllstu veðurguði, er fundnir
verða á allri heimskringlunni.
I bókmenntum okkar úir og grúir
af sögum um illviðri og hrakninga,
þar sem menn hafa ýmist haft sigur
eða beðið ósigur.
Þessar heimildir eru dreiföar víðs-
vegar, um þjóðsögur, æviminningar,
blöð og tímarit.
Líklega er hér um að ræða einhvern
hinn þjóðlegasta af öllum okkar þjóð-
lega fróðleik.
Segja má, að sögur þessar séu æði
sviplíkar hver annarri, enda er efnið
ekki víðfeðmt að sama skapi og það
er mikið.
Fyrir jólin síðustu kom út bókin
Skaðaveður Knútsbylur 1886, eftir
Halldór Pálsson fyrrum bónda á Nesi
í Loðmundarfiröi, en hann hefur um
alllanga stund viðað að sér heimild-
um um skaðaveður á Islandi. Bók
þessi er sérstæð í öllum þeim firna