Þjóðmál - 01.09.2014, Side 5

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 5
4 Þjóðmál haust 2014 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Áhrifavaldar: Juncker — Omos — Skotar Hér verður rætt um þrjú málefni: Endalok ESB-umsóknarferils Íslend- inga, lekamálið og uppstokkun á rit stjórn 365 miðla . Hvað eiga þessi mál sam eigin- legt? Áhrifavaldar um framvindu þeirra koma á óvart . I . Undanfarin fimm ár hefur hópur Ís-lend inga neitað að horfast í augu við staðreyndir ESB-málsins . Hann hefur neitað að viðurkenna aðlögunar-eðli um- sóknarferlisins og lagt rækt við þá blekkingu að unnt sé að sækja um ESB-aðild til þess eins að sjá hverju viðræðurnar skili og bera það sem út úr þeim kemur undir þjóðina . Þetta sjónarmið átti við rök að styðjast fyrir 25 árum þegar aðild EFTA-ríkjanna að ESB var á dagskrá . Þeir sem enn halda því á loft eru aldarfjórðungi á eftir tímanum . Snemma árs 2011 var lokið rýniferli vegna sjávarútvegsmála í viðræðum fulltrúa ESB og Íslands . Að því loknu skyldi hvor aðili um sig skila rýniskýrslu . Hún barst hins vegar aldrei frá ESB og neituðu Íslendingar að kynna samningsmarkmið sín í sjávarútvegsmálum yrði þessi skýrsla ekki afhent . Leit ríkisstjórn Jóhönnu svo á að á ríkjaráðstefnu sem efnt var til hinn 18 . desember 2012 réðust úrslit deilunnar um þetta . Þá létu Brusselmenn skýrsluna þó ekki af hendi . Í janúar 2013 sló Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra frekari viðræðum við ESB á frest . Gengið var til kosninga í apríl 2013 og galt Samfylkingin, ESB-flokkur- inn, afhroð . Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur settust við völd en báðir flokk ar boðuðu fráhvarf frá ESB-viðræðun- um í kosningabaráttunni í samræmi við niður stöður landsfunda sinna . Sumarið 2013 fóru utanríkisráðherra, Gunn ar Bragi Sveinsson, og forsætisráð herra, Sig mundur Davíð Gunnlaugsson, til Brussel og kynntu stefnu ríkisstjórnarinnar . Við ræð - um um ESB-aðild yrði ekki fram hald ið . Síð- sumars var viðræðunefnd Íslands aflögð .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.