Þjóðmál - 01.09.2014, Page 6
Þjóðmál haust 2014 5
Á fyrri hluta árs 2014 lagði Gunnar Bragi
Sveinsson fram tillögu til þingsályktun ar
um afturköllun ESB-umsóknarinnar . Naut
hún stuðnings meirihluta þingmanna . Ráð-
herranum tókst hins vegar ekki að tryggja
framgang tillögunnar fyrir þinglok . Þvæld-
ist helst fyrir mönnum hvort, hvernig og
hvenær skyldi efnt til þjóðar atkvæða greiðslu
um ESB-málið á þessu stigi þess .
Allt frá upphafi hefur ESB-aðildar um-
sókn in valdið miklum deilum og klofið þjóð
og flokka . Þessi ágreiningur náði há marki
eftir að tillagan um afturköllun umsókn-
ar innar var kynnt . Hin ólíku sjónarmið er
einfaldlega ekki unnt að sætta . Engin mála-
miðl un finnst milli þess að vera með eða á
móti aðild að Evrópusambandinu . Tilraunir
til sátta hafa snúist um aðferðina við töku
ákvarð ana í málinu .
Áður en alþingi tók afdrifaríka ákvörðun
sína hinn 16 . júlí 2009 hafnaði þingmeiri-
hluti sáttatillögu um að þjóðin skyldi spurð
hvort hún vildi að sótt yrði um aðild . Á
þingi fyrri hluta árs 2014 lýstu fulltrúar
allra flokka stuðningi við það sjónarmið að
ekki yrði haldið áfram viðræðum við ESB
án þess að þjóðin vildi það . Hins vegar var
deilt um hvað ætti að spyrja um og hvenær .
Eins og staða málsins er núna er fráleitt að
spurning um þjóðaratkvæðagreiðslu geti
þvælst fyrir lyktum þess .
Hinn 15 . júlí 2014 var gengið til atkvæða-
greiðslu í ESB-þinginu um val á forseta
framkvæmdastjórnar ESB sem tekur við
völd um 1 . nóvember 2014 . Jean-Claude
Juncker, fyrrv . forsætisráðherra Lúxem-
borgar, var kjör inn . Í stefnuyfirlýsingu sem
hann kynnti af þessu tilefni segir:
„Að því er varðar stækkun geri ég mér fulla
grein fyrir að við höfum náð sögulegum
árangri, sem hefur tryggt álfu okkar frið og
stöðugleika . Hins vegar verður sambandið
og borgarar þess að melta 13 ríkja stækkun
á síðustu 10 árum . Evrópusambandið þarf
að gera hlé á stækkun svo að við getum fest í
sessi það sem áunnist hefur með 28 ríkjum .
Af þessum ástæðum verður, á meðan ég er
í forsæti, aðildarviðræðum fram haldið, og
einkum þurfa ríkin á vesturhluta Balkan-
skaga að huga að evrópskri vídd, en engin
frekari stækkun verður á næstu fimm árum
(but no further enlargement will take place
over the next five years) .“
Juncker vék sérstaklega að Balkanríkjun-
um vegna þess að þar tengja menn að-
lögun að kröfum ESB baráttunni fyrir
lýðræðislegum stjórnarháttum og virðingu
fyrir lögum og rétti og viðleitni til að tryggja
frið í samskiptum þjóða og þjóðarbrota .
Að fella Ísland undir ríki í viðræðum við
ESB er í besta falli langsótt en í raun rangt
þegar litið er til þess sem gerðist í jan úar
2013 og síðan eftir kosningarnar 2013 .
Engar viðræður hafa farið fram frá ríkja-
ráðstefnunni hinn 18 . desember 2012 . Við-
ræðunefndir hafa verið aflagðar . Hið eina
sem eftir stendur af umsóknarferlinu er
Evrópustofa sem beitir sér fyrir kvik mynda-
A llt frá upphafi hefur ESB-aðildar um sókn in valdið
miklum deilum og klofið þjóð
og flokka . Þessi ágreiningur náði
há marki eftir að tillagan um
afturköllun umsókn ar innar var
kynnt . Hin ólíku sjónarmið er
einfaldlega ekki unnt að sætta .
Engin mála miðl un finnst milli
þess að vera með eða á móti aðild
að Evrópusambandinu . Tilraunir
til sátta hafa snúist um aðferðina
við töku ákvarð ana í málinu .