Þjóðmál - 01.09.2014, Page 12

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 12
 Þjóðmál haust 2014 11 Úr 15 . kafla Starfið í réttinum Þegar ég kom til starfa í réttinum var ég staðráðinn í að vinna eftir framan- greindum viðhorfum mínum . Í því fólst meðal annars að ég varð að kynna mér málin vel áður en þau voru flutt til þess að málflutningurinn nýttist sem best . Ég notaði líka málflutningstímann til að spyrja málflytjendur um allt sem mér þótti nauð- synlegt að fá fram skýrari afstöðu til heldur en þegar lá fyrir . Í ljós kom að þetta skipti miklu máli fyrir vinnu okkar við að dæma málin . Meira að segja voru dæmi um að málflytjendur féllu frá málsástæðum og mál- flutningi, sem þeir sáu við þessi samskipti við dóminn, að ekkert hald var í . Ég hef alltaf verið morgunhani og mætti jafnan snemma á morgnana til vinnu . Mál flutningur hófst klukkan 9 árdegis . Ef ég átti að „vera í sal“, eins og það var kallað, varði ég drjúgri morgunstundinni í lokaundirbúninginn og var því jafnan ferskur í málinu við flutning þess . Með þessari lýsingu á starfsháttum mínum er ég ekki að gera því skóna að aðrir dómarar hafi kastað höndunum til undirbúnings síns . Þar stóðu menn auðvitað misvel að verki eins og gengur í svo stórum hópi . Í fjölskyldustemningunni eru einstakir dóm arar líka misjafnlega atkvæðamiklir . Sumir eru áhrifameiri en aðrir eins og gerist í öllum góðum fjölskyldum . Þó að ósann- gjarnt sé að segja að einhverjir dómaranna séu aðeins „farþegar í lestinni“ er þó ljóst að þeir verða seint kallaðir „lestarstjórar“ og yrðu því varla gerðir ábyrgir fyrir lestar- slysunum, nema þá að þeir hafi truflað stjórntökin, til dæmis með óskum um að lestarstjóri beygði út af teinunum og hann látið undan því, eins og dæmi eru um . Hin formlega ábyrgð út á við hvílir auðvitað á dómurunum öllum, hvar sem þeir sitja í „lestinni“ . Almenningur fær ekki einu sinni að vita hver verið hefur frummælandi í máli, þó að upplýsingar um það sé að finna í dómabókinni, sem Hæstiréttur varðveitir . Um sjálfan mig get ég sagt, að ég mundi stundum ekki, þegar ég fór niður í dómsalinn til að hlusta á málflutning, hvort ég átti að vera frummælandi á dómarafundinum sem við tók á eftir . Það skipti mig ekki máli . Ég leit svo á að mér bæri alltaf að taka sjálfstæða afstöðu til sakarefnis málanna, hvort sem ég væri frummælandi eða ekki . Enginn vafi er á að framangreind viðhorf mín til starfsins ollu því að ég skilaði mun fleiri sératkvæðum en aðrir dómarar . Stundum varð ég var við að menn teldu þetta vera merki um sérvisku eða jafnvel einþykkni . Svo var alls ekki . Ég var blátt áfram að gera skyldu mína, eins og ég leit sjálfur á hana . Þeir sem hafa sérstakan áhuga á þessu ættu að lesa sératkvæðin til að athuga hvort þeir hafi eitthvað við lögfræðina að athuga sem þar birtist . Í fjölskyldustemningunni eru ein-stakir dóm arar líka misjafnlega atkvæðamiklir . Sumir eru áhrifa- meiri en aðrir eins og gerist í öllum góðum fjölskyldum . Þó að ósann- gjarnt sé að segja að einhverjir dóm aranna séu aðeins „farþegar í lestinni“ er þó ljóst að þeir verða seint kallaðir „lestarstjórar“ og yrðu því varla gerðir ábyrgir fyrir lestar- slysunum, nema þá að þeir hafi truflað stjórntökin, til dæmis með óskum um að lestarstjóri beygði út af teinunum og hann látið undan því, eins og dæmi eru um .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.