Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 12

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 12
 Þjóðmál haust 2014 11 Úr 15 . kafla Starfið í réttinum Þegar ég kom til starfa í réttinum var ég staðráðinn í að vinna eftir framan- greindum viðhorfum mínum . Í því fólst meðal annars að ég varð að kynna mér málin vel áður en þau voru flutt til þess að málflutningurinn nýttist sem best . Ég notaði líka málflutningstímann til að spyrja málflytjendur um allt sem mér þótti nauð- synlegt að fá fram skýrari afstöðu til heldur en þegar lá fyrir . Í ljós kom að þetta skipti miklu máli fyrir vinnu okkar við að dæma málin . Meira að segja voru dæmi um að málflytjendur féllu frá málsástæðum og mál- flutningi, sem þeir sáu við þessi samskipti við dóminn, að ekkert hald var í . Ég hef alltaf verið morgunhani og mætti jafnan snemma á morgnana til vinnu . Mál flutningur hófst klukkan 9 árdegis . Ef ég átti að „vera í sal“, eins og það var kallað, varði ég drjúgri morgunstundinni í lokaundirbúninginn og var því jafnan ferskur í málinu við flutning þess . Með þessari lýsingu á starfsháttum mínum er ég ekki að gera því skóna að aðrir dómarar hafi kastað höndunum til undirbúnings síns . Þar stóðu menn auðvitað misvel að verki eins og gengur í svo stórum hópi . Í fjölskyldustemningunni eru einstakir dóm arar líka misjafnlega atkvæðamiklir . Sumir eru áhrifameiri en aðrir eins og gerist í öllum góðum fjölskyldum . Þó að ósann- gjarnt sé að segja að einhverjir dómaranna séu aðeins „farþegar í lestinni“ er þó ljóst að þeir verða seint kallaðir „lestarstjórar“ og yrðu því varla gerðir ábyrgir fyrir lestar- slysunum, nema þá að þeir hafi truflað stjórntökin, til dæmis með óskum um að lestarstjóri beygði út af teinunum og hann látið undan því, eins og dæmi eru um . Hin formlega ábyrgð út á við hvílir auðvitað á dómurunum öllum, hvar sem þeir sitja í „lestinni“ . Almenningur fær ekki einu sinni að vita hver verið hefur frummælandi í máli, þó að upplýsingar um það sé að finna í dómabókinni, sem Hæstiréttur varðveitir . Um sjálfan mig get ég sagt, að ég mundi stundum ekki, þegar ég fór niður í dómsalinn til að hlusta á málflutning, hvort ég átti að vera frummælandi á dómarafundinum sem við tók á eftir . Það skipti mig ekki máli . Ég leit svo á að mér bæri alltaf að taka sjálfstæða afstöðu til sakarefnis málanna, hvort sem ég væri frummælandi eða ekki . Enginn vafi er á að framangreind viðhorf mín til starfsins ollu því að ég skilaði mun fleiri sératkvæðum en aðrir dómarar . Stundum varð ég var við að menn teldu þetta vera merki um sérvisku eða jafnvel einþykkni . Svo var alls ekki . Ég var blátt áfram að gera skyldu mína, eins og ég leit sjálfur á hana . Þeir sem hafa sérstakan áhuga á þessu ættu að lesa sératkvæðin til að athuga hvort þeir hafi eitthvað við lögfræðina að athuga sem þar birtist . Í fjölskyldustemningunni eru ein-stakir dóm arar líka misjafnlega atkvæðamiklir . Sumir eru áhrifa- meiri en aðrir eins og gerist í öllum góðum fjölskyldum . Þó að ósann- gjarnt sé að segja að einhverjir dóm aranna séu aðeins „farþegar í lestinni“ er þó ljóst að þeir verða seint kallaðir „lestarstjórar“ og yrðu því varla gerðir ábyrgir fyrir lestar- slysunum, nema þá að þeir hafi truflað stjórntökin, til dæmis með óskum um að lestarstjóri beygði út af teinunum og hann látið undan því, eins og dæmi eru um .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.