Þjóðmál - 01.09.2014, Side 21

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 21
20 Þjóðmál haust 2014 verkum ef svo bar við og réð eiginlega öllu sem hann vildi . Boð og bönn Lögin um ófriðarráðstafanir, sem alþingi samþykkti í júlílok 1914, veittu lands- stjórninni heimild til birgja landið upp af nauðsynjum frá útlöndum, banna út- flutning á erlendri og innlendri vöru og taka matvæli eignarnámi ef í nauðir ræki . Lögin kváðu einnig á um skipun nefndar sem yrði stjórnvöldum til halds og trausts .5 „Velferðarnefndin“ var hún jafnan kölluð, stundum líka „matarnefndin“ .6 Í nefndinni sátu fimm þingmenn, þeirra á meðal Hannes Hafstein og Sveinn Björns- son síðar sendiherra og forseti Íslands . Verkefni þeirra var að tryggja aðflutninga til landsins, ráðstafa vörum og fylgjast með verðlagi . Auk þess lögðu þeir hönd á plóg við ýmsar ráðstafanir aðrar .7 Mikið mæddi á velferðarnefndinni og hún var raunveru lega ígildi ríkisstjórnar allt til ársloka 1916 þegar ákveðið var að fjölga ráðherrum úr einum í þrjá . Töldu menn þá ástæðulaust að láta nefndina starfa áfram . Eitt fyrsta verk velferðarnefndarinnar var að semja lagafrumvarp um að leysa Ís lands- banka undan innleysingarskyldu í gull . Frum varpið var lagt fyrir alþingi sunnu- dags kvöldið 2 . ágúst . Tók einungis sjö mín útur að koma því í gegnum þrjár um- ræður í efri deild — „og mun rösklegust löggjöf í sögu landsins,“ sagði í Ísafold .8 Óttast var að fólk tæki bankainnstæður sínar út í gulli en nokkuð hafði borið á því síðustu dagana í júlí . Var Íslandsbanki lokaður á mánudeginum 3 . ágúst eða þar til staðfesting konungs á „gull-lögunum“ hafði borist til landsins . Landsstjórnin lét ekki þar við sitja .9 Hún fól sýslumönnum að semja skýrslu um vörubirgðir kaupmanna um land allt og setti á fót verðlagsnefnd, svo eitthvað sé nefnt . Einnig birti hún „fyrirskipanir“ „til tryggingar hlutleysisstöðunni“ . Samkvæmt þeim máttu landsmenn hvorki ganga í her stríðsþjóðanna né „styðja á nokkurn hátt ófriðarríkin í hernaði þeirra, svo sem með því að flytja herlið þeirra, vopn eða vistir, eða selja þeim skip á leigu til afnota meðan á stríðinu stendur“ .10 Í ágústlok 1914 leigðu stjórnvöld norskt skip, Hermod, til að sækja nauðsynjavörur vestur um haf . Sú ferð var söguleg og markaði upphaf viðskipta við Bandaríkin sem áttu eftir að reynast Íslendingum lífsnauðsynleg á stríðsárunum . Heimkomu Hermods úr Ameríkuförinni var svo lýst að steinbryggjan við Reykjavíkurhöfn hafi verið „svört af fólki“ og eftirvænting skinið úr hverju andliti: „Hermod kemur, landssjóðsskipið kem- ur!“ Hrópin gullu við víðsvegar um bæ inn . Með óþreyju höfðu menn beðið komu skipsins undanfarna daga og erind rek ar stjórnarinnar, þeir Sveinn Björnsson og Ólafur Johnson, voru á hvers manns vör- um . Menn biðu með óþreyju fregna — ekki um það hver hafi sigrað í orrustunni miklu í Norður-Frakklandi, Þjóðverjar eða bandamenn — heldur árangurs af send ingu Hermods til Vesturheims til inn- kaupa á matvöru fyrir landsmenn . Hvar sem maður hitti tvo menn eða fleiri sam- an komna var Hermodsförin á dagskrá . Verð ur kornið dýrt? Ætli þeir hafi fengið nokkuð að mun? Hver spurningin rak aðra, en þeim var öllum ósvarað .11 Þegar á leið hlutuðust yfirvöld æ meir til um innflutning og viðskipti . Starfs menn stjórn- arráðsins stóðu í ströngu uns Lands v erslun var gerð að sjálfstæðu ríkis fyrirtæki vorið 1917 . Bar hún um tíma höfuð og herðar yfir önnur verslunar fyrir tæki .12 Líkt og í öðrum Evrópu löndum stór jukust ríkis afskipti hér-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.