Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 21

Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 21
20 Þjóðmál haust 2014 verkum ef svo bar við og réð eiginlega öllu sem hann vildi . Boð og bönn Lögin um ófriðarráðstafanir, sem alþingi samþykkti í júlílok 1914, veittu lands- stjórninni heimild til birgja landið upp af nauðsynjum frá útlöndum, banna út- flutning á erlendri og innlendri vöru og taka matvæli eignarnámi ef í nauðir ræki . Lögin kváðu einnig á um skipun nefndar sem yrði stjórnvöldum til halds og trausts .5 „Velferðarnefndin“ var hún jafnan kölluð, stundum líka „matarnefndin“ .6 Í nefndinni sátu fimm þingmenn, þeirra á meðal Hannes Hafstein og Sveinn Björns- son síðar sendiherra og forseti Íslands . Verkefni þeirra var að tryggja aðflutninga til landsins, ráðstafa vörum og fylgjast með verðlagi . Auk þess lögðu þeir hönd á plóg við ýmsar ráðstafanir aðrar .7 Mikið mæddi á velferðarnefndinni og hún var raunveru lega ígildi ríkisstjórnar allt til ársloka 1916 þegar ákveðið var að fjölga ráðherrum úr einum í þrjá . Töldu menn þá ástæðulaust að láta nefndina starfa áfram . Eitt fyrsta verk velferðarnefndarinnar var að semja lagafrumvarp um að leysa Ís lands- banka undan innleysingarskyldu í gull . Frum varpið var lagt fyrir alþingi sunnu- dags kvöldið 2 . ágúst . Tók einungis sjö mín útur að koma því í gegnum þrjár um- ræður í efri deild — „og mun rösklegust löggjöf í sögu landsins,“ sagði í Ísafold .8 Óttast var að fólk tæki bankainnstæður sínar út í gulli en nokkuð hafði borið á því síðustu dagana í júlí . Var Íslandsbanki lokaður á mánudeginum 3 . ágúst eða þar til staðfesting konungs á „gull-lögunum“ hafði borist til landsins . Landsstjórnin lét ekki þar við sitja .9 Hún fól sýslumönnum að semja skýrslu um vörubirgðir kaupmanna um land allt og setti á fót verðlagsnefnd, svo eitthvað sé nefnt . Einnig birti hún „fyrirskipanir“ „til tryggingar hlutleysisstöðunni“ . Samkvæmt þeim máttu landsmenn hvorki ganga í her stríðsþjóðanna né „styðja á nokkurn hátt ófriðarríkin í hernaði þeirra, svo sem með því að flytja herlið þeirra, vopn eða vistir, eða selja þeim skip á leigu til afnota meðan á stríðinu stendur“ .10 Í ágústlok 1914 leigðu stjórnvöld norskt skip, Hermod, til að sækja nauðsynjavörur vestur um haf . Sú ferð var söguleg og markaði upphaf viðskipta við Bandaríkin sem áttu eftir að reynast Íslendingum lífsnauðsynleg á stríðsárunum . Heimkomu Hermods úr Ameríkuförinni var svo lýst að steinbryggjan við Reykjavíkurhöfn hafi verið „svört af fólki“ og eftirvænting skinið úr hverju andliti: „Hermod kemur, landssjóðsskipið kem- ur!“ Hrópin gullu við víðsvegar um bæ inn . Með óþreyju höfðu menn beðið komu skipsins undanfarna daga og erind rek ar stjórnarinnar, þeir Sveinn Björnsson og Ólafur Johnson, voru á hvers manns vör- um . Menn biðu með óþreyju fregna — ekki um það hver hafi sigrað í orrustunni miklu í Norður-Frakklandi, Þjóðverjar eða bandamenn — heldur árangurs af send ingu Hermods til Vesturheims til inn- kaupa á matvöru fyrir landsmenn . Hvar sem maður hitti tvo menn eða fleiri sam- an komna var Hermodsförin á dagskrá . Verð ur kornið dýrt? Ætli þeir hafi fengið nokkuð að mun? Hver spurningin rak aðra, en þeim var öllum ósvarað .11 Þegar á leið hlutuðust yfirvöld æ meir til um innflutning og viðskipti . Starfs menn stjórn- arráðsins stóðu í ströngu uns Lands v erslun var gerð að sjálfstæðu ríkis fyrirtæki vorið 1917 . Bar hún um tíma höfuð og herðar yfir önnur verslunar fyrir tæki .12 Líkt og í öðrum Evrópu löndum stór jukust ríkis afskipti hér-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.