Þjóðmál - 01.09.2014, Page 22

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 22
 Þjóðmál haust 2014 21 lendis á stríðsárun um fyrri . Reglu gerðir, boð og bönn, streymdu frá lands stjórninni . Slíku áttu Íslend ingar ekki að venjast . Stríðsáhugi Sjaldan eða aldrei höfðu erlend tíðindi vakið eins óskipta athygli og raunin varð með fyrstu fréttaskeytin af friðslitum stórveldanna sumarið 1914 . Í Reykjavík hóp aðist fólk saman við ritstjórnarskrifstof- ur Ísafoldar, Morgunblaðsins og Vísis í Aust- ur stræti til að lesa nýjustu fregnmiðana og skoða myndir og kort af vígvöllunum sem starfsmenn blaðanna höfðu hengt upp . Ekki var áhuginn minni norðan heiða ef marka má frásögn Akureyrarblaðsins Dags fá einum árum síðar: „Allir, sem komnir eru til vits og ára, muna eflaust eftir því, þegar fregnin um Norðurálfuófriðinn barst þeim fyrst til eyrna . Það var í ágústmánuði 1914, á sól skinsbjörtum sumardegi, þegar flest lék í lyndi, að fregnin flaug hraðara en logi yfir akur .“13 Líkt og erlendis nutu blöðin góðs af stríðs - áhuga almennings . Morgunblaðið, sem hóf göngu sína í nóvember 1913, greindi frá því að fyrstu ófriðardagana hefði blað ið „verið keypt og lesið miklu meira en nokkru sinni áður“ og að daglega bætt ust við nýir áskrifendur .14 Haustið 1914 stækk aði upplag blaðsins um helming . Í endur minn ingum sínum eru Vilhjálmur Finsen ritstjóri og Árni Óla blaðamaður á einu máli um að ítarlegar stríðsfréttir hafi riðið baggamuninn .15 Þannig átti stríðið þátt í að koma fótunum undir Morgunblaðið sem lengst af tuttugustu öld var langstærsta dagblað landsins . Á Akureyri var nýju blaði, Frétta b laðinu, hleypt af stokkun- um í ágúst 1914 með það að meginmarkmiði að flytja stríðsfregnir . „Skelfilegustu atburðir mann kyns sög unnar“ — svo kölluðu menn styr jöldina þar á bæ og furðuðu sig á grimmd- inni og því „villidýrsæði“ sem virtist hafa gripið Evrópuþjóðir .16 Íslendingar sýndu stríðinu mestan áhuga í fyrstu . Þá voru spennan og óvissan mest . Flestir áttu von á því að úrslitin réðust á nokkrum vikum eða mánuðum . En það fór á annan veg . Vopnin þögnuðu ekki fyrr en barist hafði verið í fjögur ár og þremur mán- uðum betur . Mannfallið var yfir þyrm andi, um sex þúsund hermenn féllu að jafnaði á hverjum einasta degi . Smátt og smátt hætti fólk að kippa sér upp við stríðs fréttir enda virtist friður alltaf vera jafn fjarlægur, sama hverju fram vatt á víg völlunum . Hungursneyð? Hvað verður um Ísland í ófriðarbálinu? spurði fólk þegar það var orðið úrkula vonar um að tækist „að afstýra slíkum ófögnuði og heimsplágu“ .17 Íslendingar voru slegnir óhug . Enda voru fréttir ekki upp örvandi, til að mynda þessi sem lesa mátti í Vísi 3 . ágúst 1914: „Skeð getur að bann aður verði útflutningur á matvælum Sjaldan eða aldrei höfðu erlendtíðindi vakið eins óskipta athygli og raunin varð með fyrstu fréttaskeytin af friðslitum stórveld- anna sumarið 1914 . Í Reykja vík hóp aðist fólk saman við ritstjórnar- skrifstof ur Ísafoldar, Morgunblaðsins og Vísis í Aust ur stræti til að lesa nýjustu fregnmiðana og skoða myndir og kort af vígvöllunum sem starfsmenn blaðanna höfðu hengt upp . Ekki var áhuginn minni norðan heiða . . .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.