Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 37

Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 37
36 Þjóðmál haust 2014 er því til að svara, að meta verður heimildir eftir gildi þeirra, en ekki aðeins uppruna (þótt uppruninn geti vissulega skipt máli um, hversu vel einstökum heimildum er trúað) . Heimildir frá Tævan og Ráðstjórnarríkjunum kunna að vera fullgildar . Geir hefði þurft að nefna dæmi um hið gagnstæða . Raunar minnir þessi röksemd hans óþægilega á það sjónarmið, sem stundum heyrðist gegn frásögnum fórnarlamba Stalíns, að ekki mætti taka mark á þeim, því að þau væru ýmist knúin áfram af hatri á kommúnismanum eða hefðu selt sig heimskapítalismanum .9 Um kínverskar heimildir og heimildarmenn er því til að svara, að Kína er einræðisríki . Eins og Chang og Halliday segja sjálf, verða þau að vernda fjölda fólks, sem ýmist sagði þeim frá eigin reynslu eða veitti þeim aðgang að skjölum og öðrum gögnum . Þessi gagnrýni er því ómakleg . Nokkur aukaatriði Víkjum þá að athugasemdum Geirs um einstök atriði . Hin fyrsta er komin frá Alfred Chan, stjórnmálafræðiprófessor í háskólanum í Vestur-Ontario í Kanada . Hún er að í frásögn Changs og Hallidays af ráðabruggi Lins Biaos marskálks og sonar hans, Lins Linbos, gegn Maó sé stuðst við kínverska bók, sem gefin var út í Hong Kong og helst geti flokkast undir „villta sagnfræði“; hún sé með þjóðsagnablæ .10 Hér gerir Geir að vísu furðulega villu sjálfur . Hann segir Lin Biao hafa verið varnarmálaráðherra 1949–1971, en hann var það 1959–1971 . Peng De-huai marskálkur, sem kemur marg oft fyrir í bók Changs og Hallidays (og er raunar ein af fáum hetjum verksins), var varnar málaráðherra á undan Lin . Í öðru lagi vísa þau Chang og Halliday í margar aðrar heimildir um ráðabrugg þeirra Lin-feðga og síðustu daga þeirra, til dæmis samtöl við unnustu Lins Linbos, systur hans, mág og vin .11 Hitt er annað mál, að margt er enn óljóst um dauða Lins Biaos, ekki síst vegna þess að kínverskar heimildir um málið eru geymdar bak við lás og slá . Önnur athugasemd Geirs er komin frá Gregor Benton, prófessor í kínverskri sögu í Cardiff-háskóla, og Steve Tsang, stjórn- málafræðikennara í háskólanum í Ox ford . Hún er, að þau Chang og Halliday of túlki æskuskrif Maós um siðfræði þýska hug- hyggjuheimspekingsins Friedrichs Paulsens . Þau telji þessi skrif sýna, að Maó hafi strax í æsku verið sjálfselskur úr hófi fram, en Geir segir eftir Benton, að Maó hafi bersýnilega notað víðara sjálfshugtak .12 Ég get ekki sagt, að þessi athugasemd skipti miklu máli um mat á Maó, svo að ég leiði hana hjá mér . Þriðja athugasemdin er, að Chang og Halliday fullyrði, að Maó hafi jafnan talað mállýsku héraðs sínu, en ekki staðalkínversku . Geir segir, að hann hafi talað staðalkínversku, en með sterkum hreim .13 Er þetta ekki deila um aukaatriði? Hafa þau Chang, Halliday og Geir ekki öll rétt fyrir sér? Goðsagnir um baráttu kommúnista Fjórða athugasemdin er komin frá Andrew Nathan, stjórnmálafræði próf- essor í Columbia-háskóla í New York . Hún er, að Chang og Halliday haldi því ranglega fram, að kínverski kommúnista flokkurinn hafi verið stofnaður í Shanghai 1920, en ekki 1921 . „Með þessum hætti geta þau leyft sér að álykta að Mao hafi ekki verið einn stofnmeðlima flokksins þar sem hann var þá ekki á staðnum,“ segir Geir .14 En heimildir Changs og Hallidays eru traustar, opinbert fréttabréf Kominterns og frásögn eins af erindrekum Kremlverja . Flokkurinn var stofnaður í ágúst 1920 . Maó var raunar í Shanghai 1920, en var farinn þaðan,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.