Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 43

Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 43
42 Þjóðmál haust 2014 eins og eðlilegt er . En Kína var ekki sigrað, heldur er það eitt af stórveldum heims . Það er fjölmennasta ríki heims, og hagkerfi þess er um þessar mundir hið næststærsta . Flokkur Maós Zedongs er þar enn við völd og vill ekki gera upp fortíð sína . Bók Changs og Hallidays er þar bönnuð, og var jafnvel bannað að birta um hana ritdóma þar . Skjalasöfn eru þar flest harðlokuð . Ég geri ráð fyrir, að skjölin í slíkum söfnum muni frekar renna stoðum undir hugmyndir Changs og Hallidays en sérfræðinga þeirra í kínverskum fræðum, sem Geir Sigurðsson vitnar tíðast til . Það gerðist að minnsta kosti í Ráðstjórnarríkjunum . Árum og jafnvel áratugum saman höfðu margir sérfræðingar í Kremlarfræðum haldið því fram, að Robert Conquest og Aleksandr Solzhenítsyn, sem skrifað höfðu þykkar bækur um ógnarstjórn Stalíns, hefðu gert of mikið úr henni . Conquest væri stækur andkommúnisti og Solzhenítsyn bitur gagnvart valdhöfum í Ráðstjórnarríkjunum . Þegar skjalasöfn voru opnuð, kom í ljós, að fátt var ofmælt í bókum Conquests og Solzhenítsyns .25 Aðalatriði málsins er síðan, að ekkert í þeim athugasemdum, sem Geir Sigurðsson gerir eftir Gregor Benton og öðrum fræði- mönnum, raskar í neinu þeim dómi um Maó, að hann hafi verið miskunnarlaus fjölda- morðingi, grimmur harðstjóri, níðingur og illmenni . Hvort sem Maó talaði staðal kín- versku með sterkum hreim eða ekki, hvort sem kínverski kommúnistaflokkurinn var stofnaður 1920 eða 1921 og hvort sem gert var of mikið úr skærunum við Luding- brúna eða ekki, stendur eftir, að Maó var ábyrgur fyrir dauða sjötíu milljóna manna að minnsta kosti . Ég held hins vegar ekki, að sökin sé óskipt á herðum einstaklingsins Maós, eins og stundum mætti ætla af bók þeirra Changs og Hallidays . Var Maó í sögulegum skilningi arftaki sumra hinna gömlu, grimmu keisara? Hann talaði til dæmis sjálfur af virðingu um keisarann Qin Shi, sem stjórnaði 221 til 210 fyrir Krists burð . Sá sameinaði ríkið, hóf að reisa Kínamúrinn, brenndi bækur og gekk mjög hart fram gegn andstæðingum sínum, lét jafnvel grafa marga þeirra lifandi .26 Var framferði Maós og samverkamanna hans aðeins kínversk hefð? Eða lágu rætur þess í hugmyndum þeirra? Ræturnar liggja í marx-lenínismanum Næg rök eru að mínum dómi til að vísa þeirri skoðun á bug, að framferði Maós og samverkamanna hans hafi aðeins verið kínversk hefð . Ekki var stigsmunur, heldur eðlismunur, á ofbeldi Maós og gömlu keisar anna .27 Enginn keisaranna svelti vís- A ðalatriði málsins er síðan, að ekkert í þeim athuga semdum, sem Geir Sigurðsson gerir eftir Gregor Benton og öðrum fræði- mönnum, raskar í neinu þeim dómi um Maó, að hann hafi verið misk- unnar laus fjöldamorðingi, grimmur harðstjóri, níðingur og ill menni . Hvort sem Maó talaði staðal kín- versku með sterkum hreim eða ekki, hvort sem kínverski kommún ista- flokkurinn var stofnaður 1920 eða 1921 og hvort sem gert var of mikið úr skærunum við Luding-brúna eða ekki, stendur eftir, að Maó var ábyrgur fyrir dauða sjötíu milljóna manna að minnsta kosti .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.