Þjóðmál - 01.09.2014, Page 54

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 54
 Þjóðmál haust 2014 53 veiðistofninum . Eftir nokkra aflaaukningu eftir botnárið 1983 fór að halla mjög undan fæti 1990 og aflinn fór í sögulegt lágmark 1994 og 95, 170 þús . tonn . Þá var gripið til þess ráðs að setja aflareglu, nú skyldu veidd 25% af mældum veiðistofni . Aflinn jókst í 235 þús . tonn árið 2000 en féll svo í um 200 þús . tonn 2002 og var sú skýring gefin að veiðistofninn hefði áður verið ofmetinn . Varð mikil rekistefna út af því á þeim tíma . Enn hallaði undan fæti og gripu menn til þess ráðs að lækka aflaregluna og veiða einungis 20% úr stofninum svo að 1994 fór þorskafli í nýtt sögulegt lágmark 2008, 146 þús . tonn . Enn erum við í lægðinni og erum að þokast yfir 200 þús . tonnin . Að sögn Hafró er stofninn að stækka og sérstaklega er mikil aukning í stórum og gömlum þorski . Smáfiskur er horaður og nýliðun er enn lítil þrátt fyrir að hrygningarstofn- inn hafi ekki verið stærri síðan 1964 . Makríl- og síldargöngur síðustu ár eru senni legasta skýringin á því að stórfiskur hefur nóg að éta, en hafa ber í huga að þegar makríll inn hverfur af miðunum á haustin er senni legt að svangur stórþorskurinn snúi sér að heimafiski, þorski, ýsu og öðrum teg- und um . * Snúum okkur svo að viðtalinu við for-stjóra Hafró í þættinum „Þjóðarauð- lind in“ . Eftir almennt spjall um hitt og þetta kom að því að Ólafur Arnarson spurði um nýtingarstefnu Hafró: 1 . mynd . Þorskafli á Íslandsmiðum 1944–2008 . Aflinn vex eftir að erlendir togarar fara að sækja hingað aftur eftir stríð . Aflinn minnkar eftir útfærslu landhelginnar í 12 mílur, en þá þurftu togar- arnir að fara á ný mið og menn að læra á þau . Aflinn minnkar enn við hverja útfærslu landhelginn ar . Það bendir til þess að aukin friðun skili minni afla .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.