Þjóðmál - 01.09.2014, Page 58

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 58
 Þjóðmál haust 2014 57 konar orsakasamband á milli þess að hafa stóran fisk í stofninum og að fá sterka nýliðunarárganga var þetta ein af aðgerðunum til að breyta aldurs- sam setn ingunni . Með því myndum við auka líkurnar á því að fá fleiri sterka árganga, sem er algjör forsenda fyrir því að auka aflaheimildir því þó svo að þyngd einstaklinganna sé ákaflega mikil- væg, það getur munað 20–30% áhrif til hækkunar eða lækkunar, á afrakstri stofnsins, en hins vegar fjöldinn í ár gang- inum sem er ennþá meiri lykil stærð . Það sem Jóhann fullyrðir hér er algjör • vitleysa, enda hefur Hafró margoft lýst yfir að þeir finni ekkert samband milli stærðar hrygningarstofns og nýlið- unar . Þegar hrygningarstofn er stór, þá er í honum gamall og stór fiskur . Því er þetta með mikilvægi stóra gamla fisksins hreinn heimatilbún- ingur, enda hefur nýliðun brugðist í rúman áratug, með þessum gamla fiski . Hrygn inga rs tofninn hefur verið í örum vexti frá 2004, og tvöfaldast síðan þá . Hefur hann ekki verið stærri síðan 1964 . Nýliðun hefur samt ekkert aukist og hjakkar í 150 þús . tonna farinu . L jóst er að reynslan hafur ekki stutt full-yrðingar forstjórans og spurn ing hvort ekki sé kominn tími til að hafa það sem sannara reynist . 2 . mynd . Samband hrygningarstofns (rauð lína) og nýliðunar (græn lína) þorsks á Íslandsmiðum 1964–2013 . Tímabilið 1964–1983 var meðalnýliðun 220 milljónir 3 ára fiska . Við tilkomu kvóta- kerfisins 1984, þegar farið var að stjórna aflanum með handafli, verður stigsmunur á nýliðun þorsks- ins, hún lækkar að meðaltali í um 130 milljónir fiska . Frá 2004 stækkar hrygningarstofninn ört vegna aukins fjölda stórþorsks en nýliðun stendur í stað . Fullyrðing Jóhanns um að stór gamall fiskur gefi meira af sér stenst því ekki .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.