Þjóðmál - 01.09.2014, Page 61

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 61
60 Þjóðmál haust 2014 erum vanir . Ekki svo mikið að það verði óskiljanlegt en nógu mikið til þess að við skoðum þær á nýjan leik . Alveg eins og við t .d . færum til málverk á vegg til þess að sjá það að nýju .“(Bls . 138 .) „Formið í sjálfu sér getur verið þeir erfið- leikar sem örva skáldskapinn, skáldskapar- gáfuna . Og núna, þegar fast form er í minna áliti en áður var, þá eru menn svolítið hræddir við það og halda að kvæði yrki sig sjálf formsins vegna, en það gera þau ekkert frekar en óbundin kvæði, má ég fullyrða . (Bls . 141 .) Um það sem er óskiljanlegt í kvæðum: „[E]f kvæðið er heilt, ef svo mætti segja, þá eiga þessar forsendur ekki að skipta máli fyrir aðra en höfundinn . Við skulum ímynda okkur að skáld yrki kvæði þar sem minnst er á Tíbet og Timbúktú . Þetta kann að vera af ástæðum sem ekki eru beint skiln ings ástæður . Orðin kunna að hljóma rétt í kvæðinu saman við önnur hljóð eða vera eftir sóknarvert ósamræmi og skáldið kann að vilja gefa kvæðinu fjarlægð með þessum annarlegu orðum . Ástæða þess kann aftur að vera sú að höfundurinn vill forða lesandanum frá að rugla kvæðinu saman við sjálfan sig . Hins vegar kemur svo gagn- rýnandinn að öllum líkindum og les út úr kvæðinu að Tíbet og Timbúktú séu í raun og veru Hólsfjöll og Haganesvík!“(Bls . 145 .) Kristján Karlsson við Tjörnina í Reykjavík vorið 1985 . Mynd: Morgunblaðið .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.