Þjóðmál - 01.09.2014, Page 63

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 63
62 Þjóðmál haust 2014 Þetta ljóð birtist í Kvæðum 90, en undirtitill þeirrar bókar er „Engey í þröngum glugga“, sem er jafnframt titill fyrsta ljóðs ins . Eins og segir í bókarkynningu aftan á kápu, þá vísar þetta til þess sem tengir flest kvæðin, „útsýni frá Reykjavík og grennd“ . Það kynni að virðast þröngt svið, en innan þess finnur Kristján á vissan hátt óendanleikann eða reynir að tjá það sem virðist óhugsandi að hversdagshugsun . Það get um við séð enn í eftirfarandi kvæði, þar sem skáldið reynir að sjá fyrir sér milljarð manns . Það er ekki að ástæðulausu, þetta er væntanleg mannfjölgun í heiminum innan tiltekins árafjölda . Nærtækt dæmi tölunnar eru þá regndroparnir, sem mælandi sér falla yfir Elliðavog, en far þeirra á sjávarflet inum minnir hann þegar á hófspor, enda sér hann tvo hesta handan vogar . Nú er það dæmigert fyrir Kristján, að hann orðar það ekki eins og ég gerði það nú, eða með ámóta útskýringum, heldur þjappar þessu saman í orðaslagið „dropóttir hestar“, sem vísar þá bæði til regndropanna og lit arfars hestanna í nesinu . Smám saman leiðir þetta svo yfir í allt annað, nú er landslagið skoðað sem mynd fyrst og fremst, og hestarnir standa þá á nesinu af fagurfræðilegum ástæðum — eða til að vinna bug á einmana leika- kennd inni sem myndin vekur, og minnir þar með á vissa tónlist! Engin skil eru milli þessa og næsta atriðis, sem virðist því tengjast, enda þótt það virðist alveg óskylt því: bil milli opinna dyra . En það er aftur kul undir regninu, o .s .frv ., nú spinn ast endurtekningar í þessum óljósu hugrenn- inga tengslum, svo útkoman verður undarleg heildarmynd atriða sem virðast tengd á einhvern óskiljanlegan hátt . Undir regn á vori Tilhugsunin um milljarð í líki mann- fjölgunar dropóttir hestar sem koma hvergi við ský ég hef rétt í þessu séð hvít hófspor þeirra á Elliðavoginum; snöggir roðablettir sumars á stærð við 2 dropótta hesta í næsta nesi kunna að vera leiðrétting á of skýru landslagi eða einmana eins og undir- spili án söngs bil milli opinna dyra er kulið undir regn sem hverfur millj- arðar hófa, söngur án undirleiks austur heiði: smá börn lyfta þungum blöðum til himins . IV Kristján sagði sjálfur um smásögur sínar í viðtali (vitnað eftir ritdómi Jakobs F . Ásgeirssonar í Mbl . 24 .11 .1985): Það verður alltaf að vera hæfilegt ósamræmi í sögum, því að það gefur þeim hreyfingu og þar með líf . Höfundurinn má ekki mis nota aðstöðu sína með því að útskýra samhengið of mikið . Ef aukaatriðin eru í lagi, sjá aðalatriðin um sig . Öfugt við ritgerð er ekki sannfærandi að leggja alltof greinilega áherslu á aðalatriði í sögu . Smásögur lifa ákaflega mikið fyrir það sem er ósagt og þær eiga að lifa fyrir það .“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.