Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 63

Þjóðmál - 01.09.2014, Síða 63
62 Þjóðmál haust 2014 Þetta ljóð birtist í Kvæðum 90, en undirtitill þeirrar bókar er „Engey í þröngum glugga“, sem er jafnframt titill fyrsta ljóðs ins . Eins og segir í bókarkynningu aftan á kápu, þá vísar þetta til þess sem tengir flest kvæðin, „útsýni frá Reykjavík og grennd“ . Það kynni að virðast þröngt svið, en innan þess finnur Kristján á vissan hátt óendanleikann eða reynir að tjá það sem virðist óhugsandi að hversdagshugsun . Það get um við séð enn í eftirfarandi kvæði, þar sem skáldið reynir að sjá fyrir sér milljarð manns . Það er ekki að ástæðulausu, þetta er væntanleg mannfjölgun í heiminum innan tiltekins árafjölda . Nærtækt dæmi tölunnar eru þá regndroparnir, sem mælandi sér falla yfir Elliðavog, en far þeirra á sjávarflet inum minnir hann þegar á hófspor, enda sér hann tvo hesta handan vogar . Nú er það dæmigert fyrir Kristján, að hann orðar það ekki eins og ég gerði það nú, eða með ámóta útskýringum, heldur þjappar þessu saman í orðaslagið „dropóttir hestar“, sem vísar þá bæði til regndropanna og lit arfars hestanna í nesinu . Smám saman leiðir þetta svo yfir í allt annað, nú er landslagið skoðað sem mynd fyrst og fremst, og hestarnir standa þá á nesinu af fagurfræðilegum ástæðum — eða til að vinna bug á einmana leika- kennd inni sem myndin vekur, og minnir þar með á vissa tónlist! Engin skil eru milli þessa og næsta atriðis, sem virðist því tengjast, enda þótt það virðist alveg óskylt því: bil milli opinna dyra . En það er aftur kul undir regninu, o .s .frv ., nú spinn ast endurtekningar í þessum óljósu hugrenn- inga tengslum, svo útkoman verður undarleg heildarmynd atriða sem virðast tengd á einhvern óskiljanlegan hátt . Undir regn á vori Tilhugsunin um milljarð í líki mann- fjölgunar dropóttir hestar sem koma hvergi við ský ég hef rétt í þessu séð hvít hófspor þeirra á Elliðavoginum; snöggir roðablettir sumars á stærð við 2 dropótta hesta í næsta nesi kunna að vera leiðrétting á of skýru landslagi eða einmana eins og undir- spili án söngs bil milli opinna dyra er kulið undir regn sem hverfur millj- arðar hófa, söngur án undirleiks austur heiði: smá börn lyfta þungum blöðum til himins . IV Kristján sagði sjálfur um smásögur sínar í viðtali (vitnað eftir ritdómi Jakobs F . Ásgeirssonar í Mbl . 24 .11 .1985): Það verður alltaf að vera hæfilegt ósamræmi í sögum, því að það gefur þeim hreyfingu og þar með líf . Höfundurinn má ekki mis nota aðstöðu sína með því að útskýra samhengið of mikið . Ef aukaatriðin eru í lagi, sjá aðalatriðin um sig . Öfugt við ritgerð er ekki sannfærandi að leggja alltof greinilega áherslu á aðalatriði í sögu . Smásögur lifa ákaflega mikið fyrir það sem er ósagt og þær eiga að lifa fyrir það .“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.