Þjóðmál - 01.09.2014, Side 67
66 Þjóðmál haust 2014
Valdimar H . Jóhannesson
Gaza í stóru samhengi
Ibtach al Yahood
Arabíska: Drepum gyðingana
Lýsing Mið-Austurlandafræðingsins Wal id Phares frá Líbanon er sláandi
þegar hann segir frá því hvaða vandi honum
var á höndum þegar sjónvarpsmenn í New
York ruddust að honum, þar sem hann
var við kennslu, til að leita skýringa á því
hvað gæti verið á ferðinni klukkutíma eftir
að seinni flugvélin flaug á Tvíburaturnana
11 . september 2001 . Allur hinn vestræni
heimur stóð á öndinni og skildi ekki hvaðan
á sig stóð veðrið, sem var í sjálfu sér nógu
slæmt . Sýnu verra er þó að ennþá hefur ekki
runnið upp fyrir mönnum á Vesturlöndum
almennt hvað sé á seyði í múslímska heim-
inum né hvað hefur verið að gerast þar um
aldir og þó sérstaklega síðustu áratugi .
Um leið og seinni flugvélin skall á norð-
urturn World Trade Center varð Phares að
orði við nærstadda nemendur: „Þetta er
jihad ghazwa . . . Þeir hafa valið Yarmouk-
að ferðina .“ Þessi setning var nær öllum
Vest ur landabúum óskiljanleg í september
2001 og er það því miður enn í dag . Og
það sem verra er: Það er talin svívirða að
kynna sér merkingu þessara orða og her-
skáa hug myndafræði íslam í öllum sínum
fjölbreytilegum þáttum, hvað þá að segja frá
vitneskju sinni . Höfundur þessarar greinar
hefur ítrekað orðið fyrir aðkasti, jafnvel
fræðimanna háskólasamfélagsins, fyrir að
koma á framfæri upplýsingum, sem öllum
ættu að vera aðgengilegar, en hafa verið
gerðar að tabú .
Ég geri ráð fyrir að flestir lesendur skilji
ekki ennþá, 13 árum seinna, hvað setning
Phares þýðir og skal það skýrt í stuttu máli
þó að skrifa mætti langt mál um jafnt fyrri
hluta sem seinni hluta setningarinnar .
Jihad er stundum þýtt sem heilagt stríð
og skylda allra múslíma að verja og breiða
út íslam með öllum tiltækum ráðum og
þar með talið sverðinu . Þeir, sem í sífellu
reyna að bera í bætifláka fyrir íslam, segja að
jihad þýði í raun innri barátta múslíma til
þess að verða betri múslímar, þ .e . að fylgja
betur fordæmi Múhammeðs og kórans ins .
Múslímar sjálfir vita hvað jihad þýðir og
er sama hvað túlkun er valin . Jihad er m .a .
skyldan til að efla sig sem múslíma til þess
að leggja sitt að mörkum til að ná heim-
inum undir Allah og sharíalög, sem eru
lögin sem stafa frá guði en ekki mönnunum .
Allar aðrar skýringar eru tilgangslaus útúr-
snúningur . Orðið ghazwa þýðir bardagi eða
herleiðangur, einkum fjöldamargir slíkir,
sem Múhammeð spámaður leiddi .