Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 67

Þjóðmál - 01.09.2014, Qupperneq 67
66 Þjóðmál haust 2014 Valdimar H . Jóhannesson Gaza í stóru samhengi Ibtach al Yahood Arabíska: Drepum gyðingana Lýsing Mið-Austurlandafræðingsins Wal id Phares frá Líbanon er sláandi þegar hann segir frá því hvaða vandi honum var á höndum þegar sjónvarpsmenn í New York ruddust að honum, þar sem hann var við kennslu, til að leita skýringa á því hvað gæti verið á ferðinni klukkutíma eftir að seinni flugvélin flaug á Tvíburaturnana 11 . september 2001 . Allur hinn vestræni heimur stóð á öndinni og skildi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, sem var í sjálfu sér nógu slæmt . Sýnu verra er þó að ennþá hefur ekki runnið upp fyrir mönnum á Vesturlöndum almennt hvað sé á seyði í múslímska heim- inum né hvað hefur verið að gerast þar um aldir og þó sérstaklega síðustu áratugi . Um leið og seinni flugvélin skall á norð- urturn World Trade Center varð Phares að orði við nærstadda nemendur: „Þetta er jihad ghazwa . . . Þeir hafa valið Yarmouk- að ferðina .“ Þessi setning var nær öllum Vest ur landabúum óskiljanleg í september 2001 og er það því miður enn í dag . Og það sem verra er: Það er talin svívirða að kynna sér merkingu þessara orða og her- skáa hug myndafræði íslam í öllum sínum fjölbreytilegum þáttum, hvað þá að segja frá vitneskju sinni . Höfundur þessarar greinar hefur ítrekað orðið fyrir aðkasti, jafnvel fræðimanna háskólasamfélagsins, fyrir að koma á framfæri upplýsingum, sem öllum ættu að vera aðgengilegar, en hafa verið gerðar að tabú . Ég geri ráð fyrir að flestir lesendur skilji ekki ennþá, 13 árum seinna, hvað setning Phares þýðir og skal það skýrt í stuttu máli þó að skrifa mætti langt mál um jafnt fyrri hluta sem seinni hluta setningarinnar . Jihad er stundum þýtt sem heilagt stríð og skylda allra múslíma að verja og breiða út íslam með öllum tiltækum ráðum og þar með talið sverðinu . Þeir, sem í sífellu reyna að bera í bætifláka fyrir íslam, segja að jihad þýði í raun innri barátta múslíma til þess að verða betri múslímar, þ .e . að fylgja betur fordæmi Múhammeðs og kórans ins . Múslímar sjálfir vita hvað jihad þýðir og er sama hvað túlkun er valin . Jihad er m .a . skyldan til að efla sig sem múslíma til þess að leggja sitt að mörkum til að ná heim- inum undir Allah og sharíalög, sem eru lögin sem stafa frá guði en ekki mönnunum . Allar aðrar skýringar eru tilgangslaus útúr- snúningur . Orðið ghazwa þýðir bardagi eða herleiðangur, einkum fjöldamargir slíkir, sem Múhammeð spámaður leiddi .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.