Þjóðmál - 01.09.2014, Side 78

Þjóðmál - 01.09.2014, Side 78
 Þjóðmál haust 2014 77 Sjálfstæðiskosningar Skotlands: Kunnasta sagnfræðingi Skota snerist hugur á loka sprettinum — ætlar að segja já! Hinn 18 . september 2014 ganga Skot-ar til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði sitt . Kannanir hafa sýnt að sjálfstæð- inu verði hafnað . Þegar dró nær kosningun- um minnkaði bilið milli þeirra sem takast á um málið . Sir Tom Devine, kunnasti og virtasti sagn- fræðingur Skota, lagði skoskum sjálf stæðis- sinnum mikið lið sunnudaginn 17 . ágúst í viðtali við breska blaðið The Observ er þar sem hann sagðist ætla að segja já í þjóðar- at kvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands hinn 18 . september 2014 . Í tilefni af viðtalinu sagði á vefsíðu The Guardian að fulltrúar hvorugs hópsins, sem berst fyrir málstað sínum fyrir þjóðar at- kvæða greiðsluna, hefðu opinberlega leitað eftir stuðningi frá Devine . Hvor um sig hefði hins vegar talið mjög mikils virði að sá maður sem talinn er fremsti fræði- og mennta maður Skotlands styddi málstað sinn . Í samtalinu segir Devine að í upphafi baráttunnar hafi hann verið eindreginn and stæðingur sjálfstæðis og ætlað að segja nei þótt hann aðhylltist eins mikið sjálf- stæði fyrir Skota og unnt væri innan ramma Samein aða konungdæmisins (United King­ dom, UK) . Hann hafi trúað á að efna hagur Skota blómstr aði í meira sannfær andi stjórn mála legri og menn ingarlegri umgjörð . „Þetta hefur verið ansi langt ferðalag fyrir mig og það eru aðeins tvær vikur síðan ég komst að niður stöðu um að ég ætla að segja já,“ segir hann . „Skoska þinginu hefur tekist að mynda hæfa ríkisstjórn og hún kemur fram fyrir hönd skosku þjóðarinnar sem hefur tileinkað sér sósíal-demókratísk viðhorf og stjórnmálaleg gildi sem komu til sögunnar og festu rætur í velferðarsamfélaginu seint á fimmta áratugnum og hinum sjötta . Það er meðal Skota sem best hefur tekist að varðveita hina bresku hugmynd um sann- girni og samúð þegar litið er til stuðnings og íhlutun af hálfu ríkisvaldsins . Hið einkennilega er að Englendingar hafa stefnt í aðra átt síðan á níunda áratugnum .“ Hann skilgreinir einnig þróun Sameinaða konungdæmisins (United Kingdom) síðan það kom til sögunn ar árið 1707, hvers vegna báðar þjóðir sættu sig við það og

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.