Þjóðmál - 01.09.2014, Page 87

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 87
86 Þjóðmál haust 2014 Þessu er ekki þannig farið með Íslandsstrenginn, eins og rakið hefur verið . Þegar hugað er að svo gríðarlegri fjár- festingu sem sæstrengur á milli Íslands og Skot lands með tengivirkjum er, þá verður afkasta getan að vera miklu meiri en 700 MW . Hún verður að vera a .m .k . tvöfalt meiri . Meðalálagið á íslenzka raforkukerfið er aðeins um 2000 MW . Þetta setur afltengingu við útlönd mjög þröngar skorður, og 700 MW, sem er um þriðjungur af álaginu í landinu sjálfu, er of mikill flutningur til að stöðugleiki kerfisins verði tryggður með góðu móti . Ef útreikningar sýna, að rekstur strengsins veldur óstöðugleika, verður hann ekki samþykktur . Niðurstaðan er þess vegna sú, að senn verð ur hægt að framleiða sæstreng, sem tækni lega er unnt að leggja á milli Íslands og Skotlands, en rekstur hans verður hins vegar verulegum annmörkum háður og arð- semi verkefnisins verður ekki fyrir hendi að óbreyttu . Bretar hafa í hyggju að reisa ný kjarnorku- ver til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, og þá mun verðmæti grænnar orku lækka á Bretlandseyjum . Það er þess vegna mjög óráðlegt að reiða sig á niðurgreiðslur úr brezka ríkissjóðinum á grænni orku frá Íslandi . Þessi sæstrengur er allt of stór til að tækni- lega sé mögulegt að tengja hann áhættulaust við íslenzka raforkukerfið og reka á fullum afköstum, og svo mun enn verða um langa hríð . Skýringar 1 . TWh/a = terawattstund á ári; 1 TWh = 1 milljón MWh (megawattstundir) . Virkjanlegt vatnsafl á Íslandi er talið nema 45 TWh/a, en sé reynt að taka tillit til gildis náttúrunnar, þar sem maðurinn hefur enn ekki sett mark sitt á, þá geta dregizt frá 20 TWh/a, og eftir standa þá 25 TWh/a . 2 . Jarðgufuvirkjanir eru ekki allar sjálfbærar, t .d . dregur smám saman niður í flestum, og brenni- steinsmengun, á formi eitruðu loft teg undar innar H2S-brennisteinsvetnis, er sums staðar alvarlegt vandamál í þéttbýli og í grennd við virkjanirnar . Orkufyrirtækin taka þetta nú alvarlega og stunda rannsóknir til að vinna bug á þessari mengun . Niðurdráttur þýðir, að of geyst hefur verið farið í nýtingu jarð hita forðans á viðkomandi svæði . Þess má geta, að heildarnýting jarðhita á Íslandi, að hita veitunum meðtöldum, er tæplega ferföld nýting vatnsorku . Þess er að vænta, að aukin þekking kenni mönnum að forðast vandamál jarð gufu nýtingar við næstu virkjanir . Stundum er reiknað með, að hægt sé að framleiða um 15 TWh/a af raforku með jarðgufu, en til þess þarf um 150 TWh/a af gufuorku, sem er þreföldun núverandi nýtingar jarðhitans . 3 . Kveikjan að þessari Þjóðmála-grein er grein Björgvins Skúla Sigurðssonar, BSS, verk- fræðings og framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar . 4 . ISK/USD = gengi íslenzku krónunnar m .v . bandaríkjadal . 5 . Rafmagn á Íslandi er framleitt sem rið- straumur með tíðnina 50 Hz, þar sem 1 Hz er ein sveifla á sekúndu . Það er ekki unnt að senda riðstraum um langan sæstreng, því að þá verður afltapið óbærilegt . Þess vegna þarf fyrst að breyta riðstraumi í jafnstraum eða rakstraum, eins og hann er stundum nefndur . Það er gert með spenn- um og afriðlum . Raforkukerfi Skotlands, eins og allrar Evrópu, er 50 Hz kerfi, og þess vegna þarf að breyta jafnstrauminum frá sæstrengn um í riðstraum, sem hleypt er inn á rafkerfi mót töku- landsins . Það er gert með spennum og áriðlum . Þar sem viðskiptahugmyndin, sem BSS kynnti til sögunnar í grein sinni, er reist á því að senda orku í báðar áttir um strenginn, þarf afriðla og áriðla við báða enda strengsins . Það er jafndýrt að senda orkuna í hvora átt sem er . 6 . Með núvirðisreikningum eru framtíðartekjur reiknaðar til núvirðis með afvöxtunaraðferð, sem hvílir á þeirri staðreynd, að tekjur í framtíð hafa minna virði en tekjur í nútíð . Í útreikningum höfundar er notuð 10% ávöxt- unar krafa, sem er fremur há, en verkefnið er

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.