Þjóðmál - 01.09.2014, Page 91

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 91
90 Þjóðmál haust 2014 heimildir erlendra lögaðila utan EES- svæðisins til að eignast land til beinnar notkunar fyrir atvinnustarfsemi utan skipulagðs þéttbýlis á þann hátt að stærðar- takmörkun miðist við 5–10 hektara og fjölda takmörkun sem felur aðeins í sér heimild fyrir eina lóð fyrir lögaðila að með- töld um tengdum aðilum . Varð andi afnota- rétt (leigu) þá leggur nefndin til að erlendir aðilar geti tekið allt það land á leigu sem þeir hafa þörf fyrir til beinnar notk unar fyrir atvinnustarfsemi til t .d . tíu ára án sérstakra heimilda í stað þriggja ára eins og nú er . Eftir skýrslan birtist var efni hennar almennt túlkað á þann hátt að hugmyndum Huangs Nubos hefði í raun verið hafnað . Íslensk stjórnvöld geta sett skorður við kaupum hans og leigu á landi . Um þetta þarf ekki að deila . Óljóst er hver afstaða Huangs Nubos til fjár festinga á Íslandi er nú, réttum þremur árum eftir að hann lýsti fyrst áhuga á að eignast 300 ferkíló metra land Grímsstaða á Fjöllum . Á fundi ríkisstjórnarinnar 12 . ágúst 2014 kynnti innanríkisráðherra áform um breyt- ingar á lögum um eignarrétt og afnota rétt fasteigna, nr . 19/1966 til samræmis við tillög ur í ofangreindri skýrslu . * Í norskum blöðum kom fram að aðdrag-anda að sölu hins norska lands til Huangs mætti rekja til október 2013 þegar hinir norsku landeigendur buðu kínverska sendi herr anum í hádegisverð og sögðust hafa land til sölu . Tveimur vikum síðar var Huang Nubo kominn til Norður-Noregs og sigldi á báti með Gjæver jr . með strönd Seljevik, hinnar umræddu jarðar sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Tromsö . Huang Nubo segist ætla að reisa fimm stjörnu hótel á landinu fyrir ríka, kínverska ferðamenn . Áður en sagt var frá samskiptum Huangs og Gjævers jr . höfðu norskir fjölmiðlar flutt fréttir af áhuga Huangs Nubos á að kaupa land á Svalbarða, Austre Adventfjord . Landið er í eigu einstaklinga en með það verður að fara í samræmi við Svalbarða- samninginn og sérlög um Svalbarða . Land á Svalbarða er mjög sjaldan til sölu og sagði í fréttum að Huang vildi borga 110 milljónir dollara fyrir þessa jörð . Eftir að fjölmiðlar höfðu sagt frá þessum áhuga Huangs og látið eins og hann væri að ljúka gerð kaupsamnings birti norska fréttastofan NTB frétt hinn 24 . maí 2014 þess efnis að eigendur jarðarinnar á Svalbarða eða fulltrúar hennar hefðu aldrei átt nein samskipti við Huang Nubo . Samskipti Huangs Nubos við norska ríkis- útvarpið, NRK, vegna jarðakaupanna voru dæmigerð fyrir ýmislegt sem Íslendingar hafa kynnst á undanförnum árum . Hinn 15 . maí 2014 lýsti hann áhuga sínum á að kaupa Austre Adventfjord á Svalbarða í samtali við NRK . Hinn 24 . maí 2014 sagði hann við útvarpið að hann hefði haldið viðtalið snúast um landið í Lyngen í Troms . Norsku fréttamennirnir lýsa undrun sinni yfir þessum misskilningi því að allar spurn- ingar þeirra hafi verið sendar skrifaðar til Huangs í Peking . Þar að auki hafi fréttaritari NRK í Peking haft með sér mynd af jörðinni á Svalbarða og einnig spurt um hana beint í samtalinu . Hinn 24 . maí sagði Huang við útvarpið að hann hefði aldrei haft neitt samband við Horn-fjölskylduna, landeig- end urna á Svalbarða . * Þrátt fyrir ítrekaða netleit að staðfest-ingu á því að Huang Nubo og Ola O . K . Gjæver jr ., hafi gengið formlega frá kaupsamn ingi um Seljevik hefur hún ekki fundist . Þ

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.