Þjóðmál - 01.09.2014, Page 93

Þjóðmál - 01.09.2014, Page 93
92 Þjóðmál haust 2014 Í NYT segir að ólíkir kraftar hafi verið að verki í aðdraganda efnahagshruns í Grikk- landi, Portúgal, á Kýpur, Írlandi og Spáni en þó hafi sérfræðingar dregið athygli að einum þætti sem sett hafi svip á fjármálalíf allra þessara landa: notalegt, eftirlitslítið bankakerfi sem lánaði milljarða evra með vafasömum tryggingum til fyrirtækja sem tengdust bönkunum og æðstu stjórnendum þeirra opinberlega eða leynilega . Margir þessara banka hafi síðan annaðhvort fallið eða þeir hafi verið teknir úr umferð frá því að fjármálakreppan varð í Evrópu árið 2010 . Í Portúgal og Grikklandi hafi lítil breyting orðið meðal stjórnenda helstu bankanna . Þetta hafi nú breyst í Portúgal eftir að Ricardo Espírito Santo Silva Salgado var tekinn höndum og lét af öllum störfum innan Espírito Santo . Að breyttu breytanda er margt líkt með ástand inu í Portúgal sumarið 2014 og hér var á haustmánuðum 2008 . Sá er þó mun- ur inn að hér voru gerðar ráðstafanir til að vernda almenning gegn kröfum lánar drottna hinna föllnu banka . Í Portúgal og annars staðar innan ESB hefur ábyrgðinni verið velt á skattgreiðendur . Spurning er hvort Stein grímur J . Sigfússon hafi komið þannig fram sem fjármálaráðherra gagnvart erlend - um kröfuhöfum í mars 2009 að hann hafi minnkað verndina sem fólst í neyðar lög- unum . Eitt er víst að hann leysti þjóðina hvorki úr klóm kröfuhafa né gjaldeyris hafta . Hin hörmulega ríkisstjórn sem sat frá 1 . febrúar 2009 til maí 2013 undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki undir smásjá hrunmanna sem sækja fram á ritvöllinn heldur árin fyrir haustið 2008 . Þáttaskilin sem þá urðu hvíla enn á mörgum fjölmiðlamanninum eins og þau hafi gerst í gær . Í nýlegum útvarpsþætti um samfélagsmál ræddi Lísa Pálsdóttir, starfsmaður ríkisútvarpsins, við einhvern um „fyrir og eftir hrun“ eins og ekkert hefði gerst á þeim sex árum sem liðin eru frá því að bankarnir féllu . Á tíma mestu vinstristjórnar allra vinstristjórna gafst Steingrími J . tækifæri til að hrinda skattabreytingum sem hann hannaði 2006 í framkvæmd „af því að það varð hrun“, Jóhanna hrópaði á nýja stjórnarskrá „af því að það varð hrun“ auk þess sem Össur Skarphéðinsson lagði inn umsókn um ESB-aðild „af því að það varð hrun“ . Sjaldan hefur einn atburður í efnahagslífi þjóðarinnar verið misnotaður jafnrækilega til pólitískra óhæfuverka . Um þetta er þó ekki fjallað í hrun- bókmenntunum, að minnsta kosti ekki í bókunum tveimur sem hér eru til um- fjöllunar . * Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, nefnir bók sína Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi . Hann tekur sér fyrir hendur að ráðast á ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem sátu frá 1995 til 2007 og telur að rekja megi allt hið illa sem Íslendingar hafi mátt þola til þeirra . „Ástæður bankahrunsins á Íslandi eru ekki náttúrulegar heldur manngerðar af meirihluta íslensku þjóðarinnar í gegnum þingkosningar og þátttöku í góðærinu,“ segir höfundur á bls . 254 . Hann skammar kjósendur fyrir að hafa lagt Framsóknarflokknum og Sjálf stæðis- flokknum lið við að grafa sjálfum sér og þjóð inni hina efnahagslegu gröf . Hann segir: „Til þess að Íslendingar læri af reynslu hrunsins og minni líkur verði á að þjóðin verði aftur að athlægi í augum umheimsins fyrir vanhæfni og heimsku, þurfa þeir að skammast sín . Þeir þurfa að skammast sín fyrir að hafa kosið yfir sig kerfishrun, skammast sín fyrir að hafa kosið yfir sig

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.