Þjóðmál - 01.09.2014, Page 94
Þjóðmál haust 2014 93
spillta stjórnmálaflokka sem innleiddu
kerfis- og lagabreytingar sem lögðu Ísland
í rúst; skammast sín fyrir að hafa látið
glepjast af öllu lánsfénu sem landið fyllt ist
af; skammast sín fyrir að hafa gert pen inga að
hin um æðstu gæð um með
því að hafa mark aðs vætt flest
svið sam félags ins; skamm-
ast sín fyrir að hafa afhent
lykl ana að þjóðfélaginu til
hóps manna sem hafði sér
það eitt til ágætis að eiga
pen inga, og skammast sín
fyrir að hafa verið viljugir
við hlæjendur þeirra . Þessi
skömm er mikilvæg fyrir
þá „endursköpun“ á „sjálfs-
mynd“ þjóðarinnar sem þarf
að fara fram .“ (Bls . 258 .)
Ingi Freyr vill ekki tala
um bankahrun held ur
„sam félagshrun eða kerfis-
hrun“ . Bókin Ham skiptin
er skrifuð í anda heimsó sómakvæðanna á
öldum áður . Með henni hvetur höfundur-
inn þjóðina til dáða með því að skamma
hana og segja henni til syndanna . Draga má
í efa að það sé skynsamlegasta leiðin til að
snúa þróun mála til betri vegar .
Í tilvitnaða textanum gætir gamal kunn-
ugrar minnimáttarkenndar um að Íslend-
ingar hafi orðið sér til skammar á alþjóða-
vettvangi . Höfundur lætur þess hins vegar
hvergi getið hve margir hafa borið lof á
viðbrögð vegna gjaldþrots bankanna .
Kenning Inga Freys er að Ronald Reagan
og Margaret Thatcher og „nýfrjálshyggja“
þeirra hafi mótað stefnu ríkisstjórna Íslands
frá 1995 . Hann nafngreinir hins vegar
ekki á Bill Clinton þegar hann nefnir þá
staðreynd að í forsetatíð hans samþykkti
Bandaríkjaþing (1999) að afmá skilin milli
viðskiptabanka og fjárfestingarbanka . Engin
ein pólitísk aðgerð hefur í seinni tíð kallað
meiri óvissu yfir bankastarfsemi og áhættu-
fíkn innan bankakerfisins .
Ég sat á þingi frá 1991 til 2009 og í
ríkisstjórn með stuttu hléi frá 1995 til
2009 . Vilji menn finna eitthvað eitt sem
olli þáttaskilum í stjórn
landsins á þessum árum
var það aðild Íslands að
evrópska efnahagssvæðinu
(EES), fyrir 20 árum, 1 .
janúar 1994 . Ingi Freyr
skautar fram hjá EES-
samningnum sem skýr-
ingu á gjörbreytingu á
íslensku viðskiptalífi eftir
að fjórfrelsið svonefnda
kom til sögunnar .
Margir sósíalistar lýsa
lög um og reglum innri
mark aðs Evrópusam-
bands ins og þar með EES
á þann veg að með þeim
sé innleidd frjálshyggja ef
ekki nýf rjáls hyggja . Má benda á bækur og
rit gerðir þessu til stuðnings . Deilurnar á
evru-svæðinu undanfarin ár hafa snúist um
hvort bregðast ætti við kreppu með því að
draga úr ríkisútgjöldum og minnka umsvif
hins opinbera (frjálshyggja) eða auka
útgjöldin og hið opinbera láti meira að sér
kveða í atvinnumálum (ríkisafskipti) .
Sósíalistar kenna þá leið sem farin hefur
verið undir forystu Angelu Merkel Þýska-
landskanslara við frjálshyggju . Franskir
sósíalistar segjast ekki lengur ætla að virða
kröfur ESB um að hallinn á ríkissjóði sé
innan við 3% af vergri landsframleiðslu .
Þeir ætli að láta atvinnustigið ráða og til
að fjölga störfum verði að nota skattfé
almennings, auka hallann á ríkissjóði en
ekki minnka hann .
Ingi Freyr Vilhjálmsson minnist hvergi
á áhrif EES-aðildar á íslenskt þjóðfélag og
stjórnmálalíf landsins . Að hann hlaupi yfir