Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 14
Kirkjan og embættið
Áður en lengra er haldið er vert að skoða kirkju- og embættisskilning
evangelísk lútherskrar kirkju. Að huga að kirkjuskilningi og væntingum
til kirkjunnar er nauðsynlegt hverjum þeim sem tilheyrir kristinni kirkju.
Tilgangurinn er ekki að setja fram tæmandi svör heldur að stuðla að lifandi
umræðu og heilbrigðri sjálfsskoðun. Kirkju- og embættisskilningur hlýtur
að þróast og mótast í tíma og rúmi eins og annað í kristinni guðfræði. Engu
að síður er mikilvægt að huga að samhengi trúarhefðarinnar og þeim grunni
sem guðfræði okkar byggir á.
í Ágsborgarjátningunni er fjallað um kirkju- og embættisskilning
kristinnar kirkju, sem í raun er hinn viðurkenndi lútherski skilningur.
Ágsborgarjátningin er eitt af fimm játningaritum íslensku þjóðkirkjunnar
og annað af tveimur sérlútherskum játningaritum hennar. Tilgangurinn með
skrifum Ágsborgarjátningar árið 1530 var að sýna fram á samfelluna í krist-
inni trúarhefð allt frá upphafi. í 5. grein segir svo um embættisskilninginn:
Til þess að vér öðlumst þessa trú, er stofnað embætti til að kenna fagnaðar-
erindið og úthluta sakramentunum, því að fyrir orðið og sakramentin eins og
tæki er gefinn heilagur andi, sem kemur til leiðar trúnni, þar sem og þegar
Guði þóknast, í þeim sem heyra fagnaðarerindið...6
Og 7. grein Ágsborgarjátningar hefur þetta að segja um kirkjuskilninginn:
... Ein, heilög kirkja mun ávallt vera til, en kirkjan er söfnuður heilagra,
þar sem fagnaðarerindið er kennt hreint og sakramentunum er veitt rétt
þjónusta. Til að sönn eining ríki í kirkjunni er nóg, að menn séu sammála
um kenningu fagnaðarerindisins og um þjónustu sakramentanna. En ekki
er nauðsynlegt, að alls staðar séu sömu mannasetningar eða helgisiðir eða
kirkjusiðir, sem menn hafa sett...7
Hér er áhersla lögð á samfelluna í þjónustu orðsins og útdeilingu sakra-
mentanna, en ekki á framkvæmd helgisiða eða skipulag kirkjumála. Að
þessu leyti greinir lútherskur kirkjuskilningur sig frá kirkjuskilningi annarra
kirkjudeilda, t.d. hinum rómversk kaþólska, sem leggur mesta áherslu á
lögfræði- eða réttarleg atriði.8
6 Einar Sigurbjörnsson 1991, 183.
7 Einar Sigurbjörnsson 1991. 188 - 189.
8 Einar Sigurbjörnsson 1991, 189.