Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 14

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 14
Kirkjan og embættið Áður en lengra er haldið er vert að skoða kirkju- og embættisskilning evangelísk lútherskrar kirkju. Að huga að kirkjuskilningi og væntingum til kirkjunnar er nauðsynlegt hverjum þeim sem tilheyrir kristinni kirkju. Tilgangurinn er ekki að setja fram tæmandi svör heldur að stuðla að lifandi umræðu og heilbrigðri sjálfsskoðun. Kirkju- og embættisskilningur hlýtur að þróast og mótast í tíma og rúmi eins og annað í kristinni guðfræði. Engu að síður er mikilvægt að huga að samhengi trúarhefðarinnar og þeim grunni sem guðfræði okkar byggir á. í Ágsborgarjátningunni er fjallað um kirkju- og embættisskilning kristinnar kirkju, sem í raun er hinn viðurkenndi lútherski skilningur. Ágsborgarjátningin er eitt af fimm játningaritum íslensku þjóðkirkjunnar og annað af tveimur sérlútherskum játningaritum hennar. Tilgangurinn með skrifum Ágsborgarjátningar árið 1530 var að sýna fram á samfelluna í krist- inni trúarhefð allt frá upphafi. í 5. grein segir svo um embættisskilninginn: Til þess að vér öðlumst þessa trú, er stofnað embætti til að kenna fagnaðar- erindið og úthluta sakramentunum, því að fyrir orðið og sakramentin eins og tæki er gefinn heilagur andi, sem kemur til leiðar trúnni, þar sem og þegar Guði þóknast, í þeim sem heyra fagnaðarerindið...6 Og 7. grein Ágsborgarjátningar hefur þetta að segja um kirkjuskilninginn: ... Ein, heilög kirkja mun ávallt vera til, en kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er kennt hreint og sakramentunum er veitt rétt þjónusta. Til að sönn eining ríki í kirkjunni er nóg, að menn séu sammála um kenningu fagnaðarerindisins og um þjónustu sakramentanna. En ekki er nauðsynlegt, að alls staðar séu sömu mannasetningar eða helgisiðir eða kirkjusiðir, sem menn hafa sett...7 Hér er áhersla lögð á samfelluna í þjónustu orðsins og útdeilingu sakra- mentanna, en ekki á framkvæmd helgisiða eða skipulag kirkjumála. Að þessu leyti greinir lútherskur kirkjuskilningur sig frá kirkjuskilningi annarra kirkjudeilda, t.d. hinum rómversk kaþólska, sem leggur mesta áherslu á lögfræði- eða réttarleg atriði.8 6 Einar Sigurbjörnsson 1991, 183. 7 Einar Sigurbjörnsson 1991. 188 - 189. 8 Einar Sigurbjörnsson 1991, 189.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.