Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 19
skapaði þau karl og konu” (1M 1:27). Kjarni kristins mannskilnings er
því sá að allir séu jafnir frammi fyrir Guði og hvers konar skipting fólks
eftir kyni, kynþætti og stétt sé andstæð vilja Guðs (G1 3:28). Kristur
áréttaði jafna stöðu og mikilvægi allra barna Guðs í boðskap sínum og
starfi. Guðspjöllin segja frá því hvernig Kristur tók afstöðu gegn öllu
ranglæti í samfélaginu og var ætíð málsvari þeirra sem brotið hafði verið
gegn. Viðhorf kirkjunnar til kynferðisbrota verður að grundvallast á
þessum höfuðatriðum kristins mannskilnings og fyrirmynd Krists.
Þar sem kynferðisbrot felur í sér bæði lítilsvirðingu á mennsku þolanda
og misnotkun valds, ber kirkjunni að taka mjög alvarlega ásakanir á
hendur starfsmönnum sínum og bregðast við þeim á ábyrgan hátt.
Forsenda ábyrgrar afstöðu kirkjunnar er viðurkenning hennar á því að
kynferðisbrot ged átt sér stað innan veggja hennar. Allir geta gerst sekir
um slík brot, bæði vígðir og óvígðir þjónar kirkjunnar. Allar ásakanir og
öll brot skal taka alvarlega, en eðli málsins samkvæmt ber að taka brot
vígðra þjóna kirkjunnar sérstaklega alvarlega.
I framhaldinu er m.a. fjallað um mikilvægi þess að guðfræðileg hugtök séu
tekin til gagnrýninnar endurskoðunar. Hér er um að ræða hugtök sem gegna
lykilhlutverki í kristinni guðfræði:
Abyrg meðferð kirkjunnar á kynferðisbrotamálum sendir skýr
skilaboð um umhyggju hennar fyrir einstaklingnum, sem og trúfesti
við fagnaðarerindið. I þessu sambandi er mikilvægt að kirkjan hugi vel
að inntaki og notkun hugtaka sem gegnt hafa lykilhlutverki í kristnum
boðskap. Hér er um að ræða hugtök eins og synd, fyrirgefningu, rétt-
læti, náð, vald og endurlausn. Varfærin og vel ígrunduð notkun þeirra
getur skipt sköpum í umfjöllun og meðhöndlun mála. Við endurskoðun
þessara hugtaka, sem og alla meðferð kynferðisbrotamála, er nauðsynlegt
að taka mið af tvöfalda kærleiksboðorðinu er kveður á um þjónustuna
við Guð og þjónustu við náungann. I baráttu kirkjunnar fyrir framgangi
réttlætisins og umhyggju hennar fyrir þeim sem líða og brotið hefur verið
gegn, mun tryggð kirkjunnar við fagnaðarerindi Krists koma í ljós.
Eins og kemur skýrt fram í greinargerðinni eru starfsreglurnar tilkomnar
vegna þess að kirkjan viðurkennir að innan hennar geta átt sér stað kynferðis-
brot. Starfsreglurnar gera kröfur um réttláta meðferð í slíkum málum,
þar sem mál sem varða vígða þjóna kirkjunnar skulu tekin „sérstaklega
alvarlega“. Allt er þetta gert í anda eftirfarandi stefnumörkunar, sem einnig
er sett fram í umræddri greinargerð:
17