Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 19

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 19
skapaði þau karl og konu” (1M 1:27). Kjarni kristins mannskilnings er því sá að allir séu jafnir frammi fyrir Guði og hvers konar skipting fólks eftir kyni, kynþætti og stétt sé andstæð vilja Guðs (G1 3:28). Kristur áréttaði jafna stöðu og mikilvægi allra barna Guðs í boðskap sínum og starfi. Guðspjöllin segja frá því hvernig Kristur tók afstöðu gegn öllu ranglæti í samfélaginu og var ætíð málsvari þeirra sem brotið hafði verið gegn. Viðhorf kirkjunnar til kynferðisbrota verður að grundvallast á þessum höfuðatriðum kristins mannskilnings og fyrirmynd Krists. Þar sem kynferðisbrot felur í sér bæði lítilsvirðingu á mennsku þolanda og misnotkun valds, ber kirkjunni að taka mjög alvarlega ásakanir á hendur starfsmönnum sínum og bregðast við þeim á ábyrgan hátt. Forsenda ábyrgrar afstöðu kirkjunnar er viðurkenning hennar á því að kynferðisbrot ged átt sér stað innan veggja hennar. Allir geta gerst sekir um slík brot, bæði vígðir og óvígðir þjónar kirkjunnar. Allar ásakanir og öll brot skal taka alvarlega, en eðli málsins samkvæmt ber að taka brot vígðra þjóna kirkjunnar sérstaklega alvarlega. I framhaldinu er m.a. fjallað um mikilvægi þess að guðfræðileg hugtök séu tekin til gagnrýninnar endurskoðunar. Hér er um að ræða hugtök sem gegna lykilhlutverki í kristinni guðfræði: Abyrg meðferð kirkjunnar á kynferðisbrotamálum sendir skýr skilaboð um umhyggju hennar fyrir einstaklingnum, sem og trúfesti við fagnaðarerindið. I þessu sambandi er mikilvægt að kirkjan hugi vel að inntaki og notkun hugtaka sem gegnt hafa lykilhlutverki í kristnum boðskap. Hér er um að ræða hugtök eins og synd, fyrirgefningu, rétt- læti, náð, vald og endurlausn. Varfærin og vel ígrunduð notkun þeirra getur skipt sköpum í umfjöllun og meðhöndlun mála. Við endurskoðun þessara hugtaka, sem og alla meðferð kynferðisbrotamála, er nauðsynlegt að taka mið af tvöfalda kærleiksboðorðinu er kveður á um þjónustuna við Guð og þjónustu við náungann. I baráttu kirkjunnar fyrir framgangi réttlætisins og umhyggju hennar fyrir þeim sem líða og brotið hefur verið gegn, mun tryggð kirkjunnar við fagnaðarerindi Krists koma í ljós. Eins og kemur skýrt fram í greinargerðinni eru starfsreglurnar tilkomnar vegna þess að kirkjan viðurkennir að innan hennar geta átt sér stað kynferðis- brot. Starfsreglurnar gera kröfur um réttláta meðferð í slíkum málum, þar sem mál sem varða vígða þjóna kirkjunnar skulu tekin „sérstaklega alvarlega“. Allt er þetta gert í anda eftirfarandi stefnumörkunar, sem einnig er sett fram í umræddri greinargerð: 17
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.