Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 29

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 29
þolanda og fund þar sem þolandi og meintur gerandi voru leiddir saman.“ Auk þess gagnrýndi nefndin skort á sálgæslu fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra, sem og skort „á þekkingu á eðli og afleiðingum kynferðisofbeldis og ákjósanlegu vinnulagi þegar ásakanir um það komu fram“.41 Þrátt fyrir umtalsverðar umbætur á starfsháttum við meðferð kynferðisbrotamála innan kirkjunnar frá þeim tíma er ásakanir gegn Ólafi Skúlasyni voru til meðferðar innan kirkjunnar árið 1996, taldi rannsóknarnefndin enn vera töluvert í land þar til „hægt er að segja að kirkjan sé vel í stakk búin til að takast á við kynferðisofbeldi innan vébanda sinna.“42 Lagði nefndin áherslu á að kirkjan tileinkaði sér „fyrirmyndarviðbrögð við kynferðisofbeldi“. Nefndin gerði grein fyrir helstu þáttum slíkra viðbragða og setti fram tillögur um úrbætur í niður- lagi skýrslunnar. Rétt er að benda á að þegar á Kirkjuþingi haustið 2010 höfðu verið gerðar veigamiklar breytingar á starfsreglum kirkjunnar að frumkvæði fagráðs, sem rannsóknarnefndin lætur hjá líða að taka tillit til í skýrslu sinni. Tillögur rannsóknarnefndar um úrbætur varða eftirfarandi atriði: 1. Þróun verklagsreglna um hvernig eigi að fylgja eftir stefnumótun um meðferð kynferðisbrota. 2. Þróun verklagsreglna um bakgrunnsathugun sem taki til umsækjanda um starf hjá þjóðkirkjunni. 3. Fræðsla um eðli og afleiðingar kynferðisbrota og þjálfun um æskileg viðbrögð þegar greint er frá kynferðisbroti. 4. Samstarf fagráðs um meðferð kynferðisbrota við biskup og kirkjuyfir- völd.43 Á aukakirkjuþingi sem haldið var í framhaldi af útkomu skýrslu rann- sóknarnefndarinnar var ákveðið að skipa fimm manna nefnd úr hópi kirkju- þingsfulltrúa til að vinna úr tillögum rannsóknarnefndarinnar.44 Fyrsta verk hennar var að leita sátta við þær konur sem nefndar voru í skýrslunni og 22. júlí var undirrituð sátt milli þjóðkirkjunnar og kvennanna og þeim greiddar sanngirnisbætur.45 I kjölfar útkomu rannsóknarskýrslunnar skrifaði fagráð kirkjunnar Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur opið bréf. í bréfinu var Guðrún Ebba beðin afsökunar á því að fagráðið skyldi meta það svo sumarið 2008 að það 41 Rannsóknanefnd Kirkjuþings 2011, 206. 42 Sama heimild, 213. 43 Sama heimild, 221-225. 44 http://kirkjuthing.is/gerdir/2011/100 45 http://kirkjan.is/2011/07/satt-undirritud/ 27 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.