Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 56

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 56
í minnkandi áhuga þess á trúarbrögðum. Með auknum trúarlegum marg- breytileika og endurkomu trúarbragða í þjóðfélagsumræðuna við lok 20. aldar og byrjun þeirrar 21. hefur athyglin aftur í ríkari mæli beinst að trúarbrögðunum og áhrifum þeirra, en nú með öðrum hætti. í því sambandi hefur þróuninni verið lýst þannig að trúarleg uppeldismótun hafi breyst í vestrænum samfélögum frá því að vera einsleit félagsmótun inn í tiltekin trúarbrögð fjölskyldu og samfélags yfir í vaxandi margbreytileika þar sem sambandið milli trúar fólks og trúarstofnana rofnar og trúarbrögðin verða einn möguleiki af mörgum þegar kemur að mótun andlegra eða trúarlegra viðhorfa. Tengsl ungs fólks við tilteknar trúarhefðir eða trúarstofnanir hafi minnkað en áhugi þess á hinu trúarlega og andlega sé áfram mikill.23 í Bretlandi var í upphafi 10. áratugar sl. aldar sett fram það sjónarmið að ungt fólk væri „trúað án þess að tilheyra“ (e. believing without belonging). Davie hélt því fram á grundvelli rannsókna sinna að það væri misræmi milli trúarlegra gilda fólks og raunverulegrar þátttöku í trúarlegri iðkun. Hún benti á að margt fólk í Bretlandi og víðar í Evrópu héldi áfram að trúa en hins vegar hafi dregið úr tengslum þess við trúfélög eða trúarlegar stofnanir. Davie bendir að vísu á að þetta sé ekki alls staðar eins, það sé t.d. töluverður munur í þessum efnum þegar borið er saman England og Norður-írland, borgir og dreifbýli, eða fólk sem tilheyrir ólíkum stéttum eða trúfélögum. Hún ræðir einnig sérstaklega stöðu ungs fólks og þann kynslóðamun sem virðist birtast í rannsóknum í þá veru að ungt fólk sé síður trúað og trúrækið en eldra fólk. Hér þurfi að vísu að huga að því hvað átt er við með trú og telur hún að ef trúarhugtakið hafi breiða skírskotun í rannsóknum þá komi í ljós að það dragi ekki úr trú að sama skapi og það dregur úr trúarlegri þátttöku og tengslum við trúarstofnanir. Hún ályktar sem svo að trúarbrögð og trúarleg gildi séu í raun ekki að hverfa í sama mæli og haldið hefúr verið fram. Það sé hins vegar vafalítið rétt að sambandið milli trúar almennings og kirkjustofnana sé að breytast, þ.e. sambandið milli þess að trúa og tilheyra. Niðurstaðan sé því sú að meirihluti ungs fólks „trúi án þess að tilheyra“ og áhrif trúarstofnana muni smám saman minnka.24 Davie taldi framsetninguna „að trúa án þess að tilheyra“ geta varpa ljósi á trúarlíf bæði í Bretlandi og öðrum hlutum Evrópu. En hún viðurkenndi líka að það hefði sínar takmarkanir. Hún innleiddi því nýtt hugtak þar sem hún talaði um „staðgengils trú“ (e. vicarious religion). 23 Cusack2011. 24 Davie 1990, 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.