Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 73
og virðist ekki eiga í miklum vanda með að takast á við hann. Þrátt fyrir að
meirihlutinn virðist líta á trúarafstöðu sem einkamál er afstaða flestra jákvæð
gagnvart trúarlegum og menningarlegum margbreytileika. Mikill meirihluti
lítur á það sem sjálfsagt að taka tillit til ólíkra hefða fólks eftir menningu og
trú og mörg telja sjálfsagt að ólík trúarbrögð fái að blómstra. Jafnframt lítur
mikill meirihluti á það sem lærdómsríkt að eiga vini af ólíkum uppruna og
telur það gefandi að umgangast fólk með mismunandi skoðanir.
Á grundvelli þeirrra niðurstaðna sem hér hafa verið kynntar má draga
þá ályktun að þær breytingar sem orðið hafa á trúarlegri uppeldismótun
í vestrænum samfélögum hafi haft sín áhrif á ungt fólk á íslandi. Ekki er
lengur um að ræða einsleita félagsmótun inn í ein tiltekin trúarbrögð fjöl-
skyldu og samfélags, heldur mótast ungt fólk af auknum margbreytileika þar
sem sambandið milli trúar fólks og trúarstofnana rofnar og trúarbrögð og
lífsviðhorf verða einn möguleiki af mörgum þegar kemur að mótun andlegra
eða trúarlegra viðhorfa.41 Fjöldi þeirra þáttakenda í rannsókninni sem segist
vera trúlaus eða utan trúfélaga bendir til þess, ásamt því hve mörg þeirra,
sem segjast tilheyra tilteknum trúarbrögðum eða trúfélagi, telja hvorki að
trúarbrögð hafi haft mikil áhrif á viðhorf sín né að trúarleg iðkun hafi
mikið gildi fyrir þau. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að halda því fram að
áhugi á hinu trúarlega sé horfinn. Meirihluta þátttakenda þykir spurningin
um tilvist guðs mjög áhugaverð og er þeirrar skoðunar að fólk þurfi alltaf
eitthvað til að trúa á. Flest eru þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að vera
sannfærður um lífsviðhorf sitt eða trú og hafa um leið jákvæða afstöðu til
trúarlegs og menningarlegs margbreytileika.
Ef Day (2009) hefur rétt fyrir sér í því að það sé í gegnum þátttöku með
fjölskyldu og vinum sem trú ungs fólks skapist og viðhaldist42 þá er full
ástæða til, bæði í rannsóknum, kennslu og í trúarlegu eða kirkjulega starfi,
að beina athyglinni meira að félagslegum tengslum ungs fólks, trúnaði og
vináttu í fjölskyldu og meðal vina og í öðrum tengslanetum. Með rann-
sóknum má þannig átta sig betur á því hverju ungt fólk trúir og treystir í
stað þess að beina athyglinni bara að því hvort það trúi eða ekki. I kirkjulegu
samhengi hlýtur æskulýðs- og fjölskyldustarf kirkjunnar að skipta höfuðmáli
og þau tengslanet sem þar skapast og hvernig þau geta verið vettvangur til
að móta trú og lífsviðhorf. Sama gildir um önnur trúfélög. Þá hlýtur það
41 Cusack2011.
42 Day 2009.
71