Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 88
og það eitt og sér var ósigur fyrir böðlana sem boðuðu að þarna væri hver
sjálfum sér næstur.
Fátt hefur Elie Wiesel sárnað eins mikið á síðari árum og ásakanir um að
hann skrifi um helförina í auðgunarskyni. Þeir sem þekkja til starfa hans að
mannúðarmálum og leggja það á sig að fylgjast með því sem hann boðar í
ræðu og riti vita hve ósannar slíkar ásakanir eru.
Það er áhrifaríkt að koma í hið volduga helfararsafn í Washington.23 Elie
Wiesel hafði verið skipaður formaður nefndar um minningu helfararinnar á
vegum Jimmy Carter Bandaríkjaforseta. Niðurstaðan varð sú að reisa skyldi
þetta mikla og áhrifaríka safn. Þá skoðun rökstuddi Wiesel með því að þar
með sé nasistum neitað um fullnaðarsigur yfir hinum dauðu. Hinstu óskir
fórnarlambanna um að segja frá séu uppfylltar og keppt sé að því að hindra
að slíkir atburðir geti endurtekið sig.
Allar vitnisburðarbókmenntir Elie Wiesels, sem svo hafa verið nefndar,
stefna að hinu sama, þ.e. að tala máli hinna látnu og hindra að svipaðir
atburðir gerist aftur, svo og því að varðveita gyðinglega menningu með
rætur í Austur-Evrópu, menningu sem kviknar svo sannarlega til lífs á
spjöldum bóka hans.
Wiesel hefur sagt: „Eg ákvað að helga líf mitt því að segja söguna vegna
þess að þar sem ég lifði af fannst mér ég skulda hinum dauðu; og sá sem
man ekki svíkur þá öðru sinni.“
Hann talar stöðugt um sig sem vitni og mikilvægi þess að bera vitni um
þá glæpi sem hann upplifði í hjarta Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni.24
Þegar hann tók við Nóbelsverðlaununum árið 1986 kvaðst hann hafa reynt
að halda minningunni á lofti, að hann hafi barist við þá sem gleymdu.
„Því ef við gleymum, þá erum við sek, sökunautar.“25 Ennfremur hefur
hann skrifað: „Vitnið hefur þvingað sig til að bera vitni; fyrir æsku dagsins
23 Ég hef skoðað gyðingleg söfn, ekki síst helfararsöfn víðs vegar um heiminn, t.d. í Jerúsalem,
Búdapest, Berlín, Prag, París, Amsterdam, New York, Frankfurt, Flórens, Kraká, Róm,
Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi svo nokkur séu nefnd, og ég tel að safnið í Washington
sé eitthvað það best heppnaða. Þar hefur verið leitast við að endurgera eitt lítið gyðingaþorp frá
Litháen, Eisyshok, dæmigert shetl-þorp sem lagt var í rúst og íbúum úrýmt. Ekkert var við þetta
þorp sem benti til þess að það kæmist nokkru sinni á spjöld sögunnar. Nú eru varðveittar myndir
af íbúum þess í turni lífsins í hinu áhugaverða helfararsafni í Washington.
24 Þannig hóf hann ræðu sína í Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna 24. janúar 2005 á því að tala
um sig sem kennara og rithöfund sem talar og skrifar sem vitni um ofannefnda glæpi. Sjá Wiesel
201 lb, One Generation After. With a New Introduction by the Author, s. v.
25 „Ræða sú er Elie Wiesel flutti er hann veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku í Osló hinn 10.
október 1986, í: Wiesel, Nótt 2009, s. 187
86