Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 88

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Blaðsíða 88
og það eitt og sér var ósigur fyrir böðlana sem boðuðu að þarna væri hver sjálfum sér næstur. Fátt hefur Elie Wiesel sárnað eins mikið á síðari árum og ásakanir um að hann skrifi um helförina í auðgunarskyni. Þeir sem þekkja til starfa hans að mannúðarmálum og leggja það á sig að fylgjast með því sem hann boðar í ræðu og riti vita hve ósannar slíkar ásakanir eru. Það er áhrifaríkt að koma í hið volduga helfararsafn í Washington.23 Elie Wiesel hafði verið skipaður formaður nefndar um minningu helfararinnar á vegum Jimmy Carter Bandaríkjaforseta. Niðurstaðan varð sú að reisa skyldi þetta mikla og áhrifaríka safn. Þá skoðun rökstuddi Wiesel með því að þar með sé nasistum neitað um fullnaðarsigur yfir hinum dauðu. Hinstu óskir fórnarlambanna um að segja frá séu uppfylltar og keppt sé að því að hindra að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Allar vitnisburðarbókmenntir Elie Wiesels, sem svo hafa verið nefndar, stefna að hinu sama, þ.e. að tala máli hinna látnu og hindra að svipaðir atburðir gerist aftur, svo og því að varðveita gyðinglega menningu með rætur í Austur-Evrópu, menningu sem kviknar svo sannarlega til lífs á spjöldum bóka hans. Wiesel hefur sagt: „Eg ákvað að helga líf mitt því að segja söguna vegna þess að þar sem ég lifði af fannst mér ég skulda hinum dauðu; og sá sem man ekki svíkur þá öðru sinni.“ Hann talar stöðugt um sig sem vitni og mikilvægi þess að bera vitni um þá glæpi sem hann upplifði í hjarta Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni.24 Þegar hann tók við Nóbelsverðlaununum árið 1986 kvaðst hann hafa reynt að halda minningunni á lofti, að hann hafi barist við þá sem gleymdu. „Því ef við gleymum, þá erum við sek, sökunautar.“25 Ennfremur hefur hann skrifað: „Vitnið hefur þvingað sig til að bera vitni; fyrir æsku dagsins 23 Ég hef skoðað gyðingleg söfn, ekki síst helfararsöfn víðs vegar um heiminn, t.d. í Jerúsalem, Búdapest, Berlín, Prag, París, Amsterdam, New York, Frankfurt, Flórens, Kraká, Róm, Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi svo nokkur séu nefnd, og ég tel að safnið í Washington sé eitthvað það best heppnaða. Þar hefur verið leitast við að endurgera eitt lítið gyðingaþorp frá Litháen, Eisyshok, dæmigert shetl-þorp sem lagt var í rúst og íbúum úrýmt. Ekkert var við þetta þorp sem benti til þess að það kæmist nokkru sinni á spjöld sögunnar. Nú eru varðveittar myndir af íbúum þess í turni lífsins í hinu áhugaverða helfararsafni í Washington. 24 Þannig hóf hann ræðu sína í Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna 24. janúar 2005 á því að tala um sig sem kennara og rithöfund sem talar og skrifar sem vitni um ofannefnda glæpi. Sjá Wiesel 201 lb, One Generation After. With a New Introduction by the Author, s. v. 25 „Ræða sú er Elie Wiesel flutti er hann veitti friðarverðlaunum Nóbels viðtöku í Osló hinn 10. október 1986, í: Wiesel, Nótt 2009, s. 187 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.