Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 101

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 101
sögu að hver söfnuður ætti að vera sjálfstæð eining.9 Bendir það til þess að kirkjuskilningur Þórhalls hafi a.m.k. þegar á leið fremur mótast af áhrifum frá Vesturheimi en þjóðkirkjuguðfræði Fr. Schleiermachers (1768-1834) sem er helsti höfundur þjóðkirkjuhugmyndarinnar í hinum lútherska heimi þrátt fyrir að sjálfur væri hann „reformertur“. Nokkuð var rætt og ritað um samband og hugsanlegan aðskilnað ríkis og kirkju árið eftir. Jón Ólafsson (1850-1916) skáld og ritstjóri Þjóðólfs (1883-1885 og aftur 1911) ritaði til dæmis um málið í blaðið Reykjavík. Taldi hann þjóðkirkju á borð við þá sem hér væri við lýði í raun réttri vera ríkiskirkju og að það fyrirkomulag stæðist ekki þar sem trúfrelsi ætti að ríkja í landinu.10 Að hans mati var miður heppilegt að Alþingi og landsstjórnin önnuðust kirkjumál þar sem þessar stofnanir væru óbundnar í trúarefnum.* 11 Aleit hann fríkirkjufyrirkomulag til þess fallið að efla trúaráhuga;12 að meiri- hluti leikmanna og flestir prestar sem á annað borð hefðu áhuga á trúmálum og réttlætistilfmningu væru með aðskilnaði, sem og að kirkjan ætti að vera félag þeirra einna er vildu tilheyra henni og að gjöld utanþjóðkirkjufólks til hennar væru ólíðandi.13 Frá 1886 voru þeir sem ekki voru í þjóðkirkjunni en tilheyrðu trúfélagi með löggiltan forstöðumann að hluta leystir undan gjöldum til prests og kirkju og að fullu 1904. I lögum um sóknargjöld frá 1909 var þó tilskilið að trúfélagsgjöld þeirra mættu ekki nema lægri upphæð en þeim sóknargjöldum sem þá voru lögð á þjóðkirkjufólk.14 Fólk sem stóð utan allra trúfélaga var hins vegar áfram gjaldskylt til kirkju og prests. Með stjórnarskrárbreytingu 1915 var loks kveðið á um að engan mætti skylda „til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist“.15 Þá áleit Jón Ólafsson réttlætanlegt að ríkið tæki til sín fornar kirkjueignir við aðskilnað. Ef ákveðið yrði að gera það ekki ættu aftur á móti öll trúfélög að njóta þeirra en ekki aðeins lútherska kirkjan.16 Var hann í því efni sammála áliti neðri deild Alþingis 9 Hjalti Hugason 201 la: 27-37. 10 Jón Ólafsson 1912a: 49. 11 Jón Ólafsson 1912c: 69-70. 12 Jón Ólafsson 1912b: 53. 13 Jón Ólafsson 1912d: 73. Sjá og Jón Ólafsson 1912a: 49. 14 Stjórnartíðindi 1886(A): 22. Stjórnartíðindi 1904(A): 20-23. Stjórnartíðindi 1909(A): 202-209. Magnús Jónsson 1952: 34, 91-92, 95. Bjarni Sigurðsson 1986: 380-382. 15 Stjórnartíðindi 1915(A): 20. Hjald Hugason 201 lb: 172-174. 16 Jón Ólafsson 1912d: 73. 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.