Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 105
benti á að ekkert hefði þó miðað í þá átt í þau þrjú ár sem liðin væru frá
Þingvallastefnunni líklega vegna þess að landsstjórnin liti svo á að slíkt frelsi
samræmdist ekki öðru skipulagi þjóðkirkjunnar. Hann taldi prestsembættið
þó „nokkuð sérstaklegt og ólíkt öðrum embættum11.32 Um það vandamál
sem mörgum virtist æviráðning presta vera sagði Kjartan:
Ef nú svo er ástatt í einhverjum söfnuði, að hann fellir sig eltki við prest sinn,
hvort sem það er af því, að söfnuðurinn hefir aðrar trúarskoðanir eða af því
að presturinn er gallagripur, andlaus og ónýtur, hvor á þá að víkja, presturinn
eða söfnuðurinn? Löggjöfin segir: söfnuðurinn. Söfnuðurinn verður að víkja,
víkja burt úr þjóðkirkjunni, ef hann vill fá sér annan prest. En presturinn
skal sitja kyrr, jafnvel þó að engir, eða sárfáir, vilji nota hann. Af því að hann
var einu sinni kosinn, þá skal hann vera fullgóður, meðan hann hefir heyrn
og mál og getur komið á hestbak.33 [Leturbr. Nýtt kirkjubl.]
Kvartanir í þessa veru taldi Kjartan að bæri að taka alvarlega og áleit
marga presta kannast við vandann þótt þeir væru rammir þjóðkirkjumenn
og sæju ekki leið til breytinga.34
Þá vék Kjartan að áhyggjuefni margra er Friðrik J. Bergmann ræddi
einnig á prestastefnu árið áður er hann varaði við aðskilnaði, það er að
kirkjustarf legðist af á stórum svæðum þar sem menn yrðu fegnir að losna
við kirkjuna og teldu sig engu lakar setta án hennar. Þetta kvað Kjartan
„ákveðnustu gjaldþrotayfirlýsingu“ sem hann hefði heyrt fyrir hönd þjóð-
kirkjunnar. Væri þetta raunin taldi hann óskiljanlegt með hvaða rökum
menn gætu hugsað sér að viðhalda sambandi ríkis og kirkju.35 Ástandið
gæti þá ekki versnað þó aðskilnaður yrði:36
Og þó að ómentaðir, þröngsýnir og ofstækisfúllir trúboðar — sem sumir
hræðast svo mjög - söfnuðust þangað til að sá einhverju í það flag, þá held
32 Kjartan Helgason 1912: 181. Sjá Skilnaður ríkis og kirkju 1912: 105. Uppsagnarréttur safnaða
kom oftar til umræðu á prestastefnum. Prestastefnan í Reykjavík 1914: 162.
33 Kjartan Helgason 1912: 182-183. Á prestastefnu 1909 hafði Gísli Skúlason (1877-1942) (1909:
257) á Breiðabólsstað vísað í ummæli þess efnis að „fríkirkjuhreyfingin... væri ... neyðaróp
safnaðanna yfir ónýtum og ómögulegum prestum“ og leit svo á að hún væri þá líka áfellisdómur
yfir menntun þeirra. Sjá og Skilnaður ríkis og kirkju 1912: 104-105. Á víð og dreif 1912: 258.
Þar er fjallað um mikilvægi þess að skapa almenningsálit fyrir því „hvað prestar eiga að vera
söfnuðum sínum“. Sjá Á víð og dreif 1913: 195-196.
34 Kjartan Helgason 1912: 183.
35 Kjartan Helgason 1912: 183. Sjá Á víð og dreif 1913: 194-195.
36 Kjartan Helgason 1912: 183-184.
103