Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 110
Þá er auðvitað mikill galli á löggjafarfyrirkomulaginu, þar sem alþingi ræður
eitt allri löggjöf kirkjunni til handa, í stað þess að kirkjuþing ætti að undir-
búa kirkjulegu málin undir alþingi. Hygg eg að margir gallarnir á kirkjulegri
löggjöf vorri stafi frá því fyrirkomulagi. Eg bendi aðeins á þetta í þessu sam-
bandi, þar eð með kirkjuþingi hlaut að myndast nýtt samvinnusvæði fyrir
kirkjunnar mál.57
Sú kirkjuskipan sem Sigurður aðhylltist var því „frjálslegt þjóðkirkju-
fyrirkomulag“ eða „frjáls þjóðkirkja“ sem hann taldi hafa fleiri kosti fyrir
þjóðina en fríkirkja.58 Annars taldi hann ytri skipan kirkjumála ekki ráða
úrslitum um starf kirkjunnar í framtíðinni heldur...
...að kirkjanfyllist áhugasömum leiðtogum og safnaðarlimum, er lifa vilja fóð-
urnum í Kristi og sem þjónar guðs vilja vinna að því í kœrleika, að ríki hans
matti koma og vilji hans verða vor á meðal.^ [Leturbr. Nýtt kirkjubl.]
Á þessari næstsíðustu prestastefnu Þórhalls Bjarnarsonar gætti því sömu
stefnu og í upphafi rannsóknartímans er meirihluti Kirkjumálanefndarinnar
lagði fram frumvarp sitt um sjálfstæði kirkjunnar og kirkjuþing.
Kirkjuskipanin kom ekki til umræðu á síðustu prestastefnunni sem Þórhallur
stóð fyrir um hálfu ári fyrir andlát sitt 1916. En þar líkur rannsóknar-
tímabilinu enda varð nú langt í að málefnið kæmi aftur til umræðu.
Samantekt
í þessari grein og annarri til undir sömu fyrirsögn - Þróun sjálfitœðrar þjóð-
kirkju á öndverðri 20. öld — sem birtist í seinasta hefir þessarar ritraðar
hefur verið gerð grein fyrir umræðu um ytri skipan kirkjumála í biskupstíð
Þórhalls Bjarnarsonar. I fyrri greininni var fjallað um „almennu“ presta-
stefnurnar tvær 1909 og 1910 en í þessari um umræður á prestastefnum
til loka þess tímabils sem fengist er við í rannsókninni. En það miðast við
57 Sigurður P. Sívertsen 1915a: 172-173.
58 Sigurður P. Sívertsen 1915b: 189. f bréfi frá Vestur-fslendingi sem var kynnt í Nýju kirkjublaði
þetta sama ár er látið að því liggja að í fríkirkjum vestra væru prestar ófrjálsari en í þjóðkirkju
á borð við þá íslensku þar sem þeir væru háðir dutlungum einstakra manna, sem miklu ráði í
söfnuðum. Þá væru kirkjuþing afskiptasamari um málefni safnaða en Alþingi. Hér virðist a.m.k.
óbeint lagst gegn stofnun kirkjuþings þar sem það skerti svigrúm presta innan kirkjunnar.
Bréfritari vildi þannig standa vörð um „prestakirkju". Þá var hann mjög andsnúinn aðskilnaði
og sagði: „Eg er viss um, að ekki aðeins kirkjan og kristindómurinn hefði stórskaðast af skilnaði,
heldur líka þjóðin, skoðað frá algerlega „veraldlegu“ sjónarmiði - peningaskaði, félagsskaði og
menningartjón." Um skilnað ríkis og kirkju 1915: 207.
59 Sigurður P. Sívertsen 1915b: 190.
108
J