Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 119
evangelísk-lútherskir fríkirkjusöfnuðir ekki geta gert tilkall til hinna fornu
kirkjueigna eða afraksturs af þeim umfram önnur kristin trúfélög eða jafnvel
trúfélög almennt. Það fæli enda óhjákvæmilega í sér óhæfilega mismunun
ef fallist yrði á að aðeins lúthersk trúfélög fengju hlutdeild í afgjaldi hinna
fornu kirkjueigna yðri breyting gerð á núverandi skipan. Þvert á móti yrðu
öll trúfélög að hljóta sömu stöðu í þessu efni.
I seinni tíð hefur því einnig verið hreyft að eignirnar hafi upphaflega
verið gefnar til eflingar „trúarstofnunarinnar“ í samfélaginu eða jafnvel til
eflingar andlegs lífs og velferðar í landinu almennt. Þessa sjónarmiðs gætti
nokkuð þegar á öndverðri 20. öld. Sögulega séð virðist þó erfitt að færa
rök að því að á þeim tíma sem eignirnar voru gefnar hafi verið litið svo
á að til væri andlegt líf, trúarlíf eða „trúarstofnun“ sem væri aðgreinanleg
frá öðrum sviðum lífsins, samfélagsins eða menningarinnar. Slíkt er fremur
hluti af sundurgreindri, sérhæfðri og stofnunarlegri hugsun nútímans en
heildrænni heimsmynd og hugsun fyrri alda. Þá má benda á að velferðarmál,
þ.e. umönnun fátækra, voru aðeins að hluta verkefni kirkjunnar á fyrri
öldum. Hrepparnir sem voru veraldlegar stofnanir gegndu þar veigamesta
og skipulagðasta hlutverkinu. Hefðu eignirnar verið hugsaðar til að standa
straum af fátækraframfærslu umfram það sem sérstaklega var getið í máldaga
fyrir gjöfinni, eins og algengt var, hefðu þær trúlega fremur verið lagðar til
hreppanna. Fyrir því voru þó veikar eignarréttarlegar forsendur en svipuðu
máli gegndi vissulega um kirkjuna líka (samanber staðamál á miðöldum).
Af þessu ástæðum virðast ekki rök fyrir að kirkjueignir ættu við aðskilnað
að renna til ríkisvaldsins er verði afrakstri af þeim til velferðarmála. Fremur
mætti færa rök fyrir að afrakstrinum væri varið til menntamála en þau voru
lengi í höndum kirkjunnar einnar. Virðist óhjákvæmilegt að líta svo á að
kirkjueignirnar hafi upphaflega verið gefnar ákveðnum „fysískum“ eiganda,
það er ákveðinni kirkjubyggingu hvaða persóna sem síðan stóð að baki
henni í eignarréttarlegu tilliti, kirkjubóndinn, verndardýrlingur kirkjunnar
í kaþólskum sið eða Guð almáttugur.
Enn er athyglisvert að á fyrstu áratugum 20. aldar hugsuðu menn
aðskilnað ríkis og kirkju út í hörgul. Var meðal annars spurt hvað taka
skyldi við af þjóðkirkjunni eftir aðskilnað. Flestir litu svo á að hér myndi
komast á samfelld lúthersk fríkirkja sem að flestu leyti yrði eftirmynd þjóð-
kirkjunnar þótt hún næði ef til vill ekki til jafnstórs hluta þjóðarinnar. Hefið
þá mátt líta svo á að meirihlutakirkjan héldi áfram að vera þjóðkirkja að
minnsta kosti í demógrafískri merkingu meðan hún að minnsta kosti næði
117