Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 130
gat beitt þessum rétti ef allar samfélagsreglur um heiðarleg manndráp voru
í heiðri hafðar. Heiðarlegt manndráp var t.d. einvígi. íslendingasögurnar
lýsa vel heiðnu samfélagi sem virðir þessa siðfræði og notar réttarvörslukerfi
hefndarskyldu og blóðhefnda.
í slíkum þjóðfélögum ríkir gríðarlegt ofbeldi. Til eru rannsóknir sem
benda til að blóðhefnd sé ein af algengustu dauðaorsökum í frumstæðum
þjóðfélögum þó lítið sé um það fjallað innan mannfræðinnar. T.d. getur
verið að helmingur allra vopnfærra karlmanna hafi tekið þátt í manndrápum,
þriðjungur þeirra verða fórnarlömb sjálfir og tveir þriðju allra fullorðinna
hafa misst nákominn ættingja í ofbeldisaðgerðum.20 En hefndarskyldan var
í raun eina réttarvörslukerfið, einkum blóðhefnd ættarinnar. Það er í raun
hafið yfir allan vafa að blóðhefndakerfi með ættbundinni hefndarskyldu
hefur ríkt meðal hirðingjanna í Júdeu fyrir daga eingyðistrúarinnar. Textar
Biblíunnar bera því órækt vitni. Lítum á Jósúa 7:1. En Israelsmenn virtu
ekki bannhelgina. Akan Karmtson, Sabdísonar, Serakssonar af attbálki Júda
tók nokkitÓ af því sem helgað hafði verið banni. Þá blossaði reiði Drottins
upp gegn ísraelsmönnum. Hér er brotin bannhelgi, það er í flestum trúar-
brögðum dauðasök. Það vekur athygli að textinn telur ekki bara Akan
Karmísson (Seraksson í Biblíunni) heldur ætt hans í beinan karllegg fjóra
liði aftur rétt eins og gert er í íslendingasögunum, t.d. Egill Skallagrímsson,
Kveldúlfssonar, Bjálfasonar. Þetta er kallað höfuðætt (maximal lineage).8 I
gömlum ritum frá Hebreum heitir þetta nöfnunum í hornklofunum.
• Fjölskylda [bet av] Karmi
• Ætt [bayit] Sabdi
• Höfuðætt [mispahah] Serakítar
• Kynstofn [sevet] Júda
Höfuðættin markar hefndarskylduna með því að allir í höfuðættinni sem
eru serakítar í beinan karllegg hafa hefndarskyldu hver gagnvart öðrum.
Þetta getur verið álitlegur her. Hér verður afbrotið til þess að Drottinn veitir
ísraelsmönnum ekki liðsinni í bardögum, og það þó þeir séu í miðju stríðinu
um Landið helga. Foringi þeirra, Jósúa, gengur til fundar við Drottin til að
vita hverju þetta sætir. Jósúa 7:10 - 15 lýsir hvernig Jósúa hershöfðingi finnur
gripina og kunngjörir dóm Drottins um að hinn seka skuli brenna í eldi. Hér
20 Chagnon, N. A., 1988: Life histories, blood revenge, and warfare in a tribal population. Science,
V 239, 985 - 994.
128