Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Qupperneq 134
meta ekki mikils líf eins spámanns þegar friður við trúarleg yfirvöld Júdeu er
annarsvegar.
Hér er komið eitt þúsund ár fram í tímann, trúarríkið Júdea fast í sessi
sem undirríki erlendra konunga, í þetta skipti Rómverja, sem eru þar með
landstjóra. Rómverjar eru á þessum tíma með sterkt konungsvald (keisarann
í Róm) og nokkuð sterka lagahefð á ýmsum sviðum, en beita gegndarlausu
ofbeldi í anda hefndarréttar, konungur sniðgengur lögin þegar honum
sýnist. Landstjórinn í Júdeu gerir ekki tilraun til að halda uppi rómverskum
lögum, heldur lætur trúarlög gyðingdómsins gilda og verður þá að taka að
sér fullnustu refsidóma sem dómstólar kveða upp, þó honum sé það e.t.v.
þvert um geð í þetta sinn.
Þarna er þrískipting valds komin á nokkurn vegin eins og við þekkjum
hana í dag. Löggjafarvald er alfarið í hendi Guðs, hann birtir lögin gegnum
spámenn. Guð er líka æðsti dómari, en felur dómsvaldið prestum. Guð er í
sjálfu sér líka æðsti handhafi framkvæmdavalds, en fullnustar ekki dóma25,
heldur felur það konungi, sem verndara trúarinnar26.
En hver er þá lagahefð gyðingdómsins? Er hún jafneinstök og eingyð-
istrúin sem er grundvöllur hennar? Síður en svo, þegar lagatextarnir27 eru
skoðaðir einir og hið trúarlega innihald skilið frá, kemur í ljós lagagrunnur
sem er að verulegu leyti í anda endurgjaldslaga (Lex Talionis). Þekktustu
talionlög fyrir tíma gyðingdómsins eru lög Hammúrabís konungs í Babýlon
frá því um 1700 fyrir Krist. Lög þessarar gerðar eru vel þekkt undir
auknefninu “auga-fyrir-auga-tönn-fyrir-tönn”, en þetta orðalag kemur fyrir
bæði í Biblíunni og hjá Hammúrabí og víðar. Þetta eru lög sem byggja á
því að í refsingum skuli gjalda líku líkt. Þetta er meginstef blóðhefndar líka,
svo spyrja má hver sé munurinn?
Munurinn eru tvö mjög mikilvæg atriði. I fyrsta lagi: Refsing samkvæmt
endurgjaldslögum fellur ekki nema að undangengnum dómi. í öðru lagi:
Refsingin skal falla á þann seka, þetta er ekki skilyrði í hefndarkerfinu, þar
er réttur hefnandans sá að taka af lífi nánast hvern og einn nákominn hinum
seka. Það er öllum ljóst að slík hegðun er óþolandi í samfélagi þar sem
fólk býr í miklu nábýli svo strax og akuryrkja breiðist út og fólk fer að búa
25 Undantekning er þegar höfSingjar og heilu þjóðirnar eiga í hlut, þá refsar Drottinn sjálfur með
því að kalla náttúruhamfarir yfir þá seku, t.d. Nóaflóðið og Sódómu/Gómorru.
26 Líklega ekki til í gyðingdómi að formi til, en algengur embættistitill íslamskra þjóðhöfðingja.
27 Á þessum tíma er lögbók gyðingdómsins Torah (aðallega Mósebækurnar) en þar að auki erTalmut
(óskrifuð lög) í þróun og ýmsir helgir textar með óvissu lagagildi.
132