Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 150
það er fyrst í nútímanum, sem hefnd og réttlæti Drottins er orðið að lögum.
Siðferði lagahefðar í vestrænum ríkjum er beint rekjanlegt til Móselaga og
Biblíunnar eins og Harold J. Berman og fleiri fræðimenn halda fram.48
Hvað með okkur og nútímann ?
í dag takst íslendingar á við fjárhagslegt hrun af völdum siðferðisbrests
og græðgisvæðingar sem kennt er við víkingaöld. En hvað var víkingaöld?
Hún var tíminn þegar gilti réttur hins sterka og opinber manndráp voru
hetjudáðir. Egill Skallagrímsson reiddist mjög þegar skipverjar hans stálu
fé bóndans á Kúrlandi. Til að leiðrétta það mál skilaði hann ekki fénu
eða bætti það, hann drap bóndann og lýsti vígi hans á hendur sér, hinn
auðvirðilegi þjófnaður var orðinn heiðarlegt rán.
Hrifning Islendinga af aðförum útrásarvíkinga okkar tíma var í anda
þessa siðferðis, gagnstætt Nóalögum og boðorðunum. Þessu átta menn
sig ekki á, nútímaþjóðfélög fælast eins og tvævetra trippi þegar siðferði
trúarinnar ber á góma vegna óttans við trúarlega innrætingu í andstöðu
við trúfrelsið. Þegar siðferði ber á góma fara menn eins og kettir í kringum
heitan graut, inn í allan annan boðskap en trúna, t.d. gamlar grískar heim-
spekikenningar, en þar er hægt að finna nokkurn veginn hvað sem er65 svo
innræting í þeim anda er ómöguleg og því hægt að vitna í þær án þess að
vera ásakaður um slíkt.
Það er erfitt verk að varðveita siðgæðisvitund fólks. Svipt valdinu hefur
kirkjunni ekki tekist það. Það fer hinsvegar ekki milli mála hvar þennan
boðskap er að finna, mannúðar- og réttlætisboðskapur nútímaþjóðfélags
stendur ennþá í þeirri bók sem allir eru dauðfeimnir við, Biblíunni.
En bókin hefur auðvitað sína galla, það hefur engan tilgang að innræta
fólki réttarfarsreglur löngu horfinna þjóða. Hlutverk nútímans er að draga
fram siðferðisboðskap trúarinnar og setja hann í rökrétt samhengi við
réttarreglur nútímans. Reglurnar sjálfar eru of flóknar og margbrotnar
til að fólk fái numið þær eða skilið, en í nútímaþjóðfélagi gildir sú regla
að vanþekking á lögum er engin afsökun fyrir því að brjóta þau. Því
þarf vitneskjan um hvernig nútímaréttarríki grundvallast á siðferðisboð-
skap trúarinnar, að komast til fólksins með skiljanlegum hætti, trúaðra
og trúlausra jafnt. Þegar tengslin milli trúar og laga rofna, telur Berman
65 Taldir eru yfxr 350 forngrískir heimspekingar (http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_ancient
Greek_philosophers)
148