Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 172
voru sóknarnefndirnar? Því er það út af fyrir sig áhugaverð niðurstaða í
verkinu að Guðbrandur hafi farið þá leið þótt nokkuð skorti á skýringar.
Barokktíminn, upplýsing og píetismi
Tímabilið eftir 1630 - þegar siðbótin hefur skilað sér inn í trúarmenningu
þjóðarinnar að mati höfundar - einkennist af guðfræði barokktímans, píet-
isma, upplýsingu, miðlunarguðfræði, íhaldssamri og frjálslyndri guðfræði.
Að mörgu leyti er kaflinn um barokktímabilið í guðfræði og trúar-
menningu gagnlegur en þar hefði höfundur getað þurrkað rykið enn betur
af vanabundinni umfjöllun um efnið. Það á meðal annars við um séra
Hallgrím Pétursson og Passíusálma hans. Séra Hallgrímur er einn af risum
íslenskrar menningarsögu og fáir hafa haft þar sambærileg áhrif. Umfjöllun
um hann, sálmakveðskap hans, myndmál og trúarskilning kallar því á
ferska umfjöllun öðru hvoru, raunar alltaf. Hver tími hlýtur að horfa sínum
augum til hins sögulega arfs. Að öðrum kosti er hætt við að hann verði
aðeins minnisvarði um liðna tíð og liðinn trúarskilning. Hér kemur til kasta
sagnfræðingsins að setja sig í túlkunarfræðilegar stellingar til þess að brúa
bil aldanna. Að öðru leyti er umfjöllun höfundar um þetta tímabil ítarleg
og ljóst er að efnið er honum handgengið.
Píetisminn birtist hér á landi í formi aukinnar vandlætingar á siðferði
landsmanna en einnig með þungri áherslu á menntun og menningu, á
lagasetningu sem vísar í báðar áttir. Þeir Filippus Jakob Spener, „faðir
þýska píetismans“ og Gotttfried Wilhelm Leibnitz, faðir þýsku upplýsingar-
stefnunnarí voru nánir vinir á yngri árum sínum í Frankfurt am Main. Rit
þeirra settu þessar mikilvægu stefnur á dagskrá og áttu eftir að breyta hinu
menningarlega og pólitíska landslagi álfunnar á næstu áratugum, það átti
einnig við um ísland.
Merkasti fulltrúi þessa tímabils hér á landi - undir lok barokkguð-
fræðinnar og við upphaf píetismans - var meistari Jón Vídalín, umfjöllun
höfundar um Hússpostillu hans fær talsvert rými. í þeirri áherslu er óþarf-
lega mikill þungi á þau áhrif sem ensk heittrúarstefna hafði á Postilluna,
þau eru sannarlega fyrir hendi en hin lútherska áhersla samtímans er engu
að síður yfirgnæfandi. Höfundur eygir vel það fína samspil sem fer fram í
Hússpostillu meistara Vídalíns milli lögmáls og fagnaðarerindis.
Höfundur miðar upphaf upplýsingartímans „við stofnun Lands-
nefndarinnar fyrri árið 1770“ (195) og fylgir þar hefðbundnum sjónarmiðum.
Hann bendir á að Lærdómslistafélagið hafi haft guðfræði á stefnuskrá sinni
170