Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Síða 175
Séra Matthías opnaði leiðina fyrir guðfræðihugsun tuttugustu aldar og
það sem meira er: hann náði sambandi við samtímann og enn í dag eru
sálmar hans, frumortir og þýddir, afar mikið notaðir og í fuliu gildi. Það
segir sína sögu. Höfundur segir að séra Matthías hafi „hafnað þrenningar-
kenningunni og þar með trúarjátningunni“ (226). Fyrra atriðið má vel til
sanns vegar færa en sá sem hafnar þrenningarkenningunni þarf ekki endilega
að hafna trúarjátningunni, hann getur út af fyrir sig trúað á Guð, Jesúm
Krist og Heilagan anda án þess að þar liggi sérstakur þrenningarlærdómur
til grundvallar. Trúarjátningin er skjal frá tímum Konstantínusar keisara og
fáir guðfræðingar myndu telja að þar sé texti sem nái utan um trúarskilning
kristinna manna á öllum tímum. Ekki er reiknað með því að menn „trúi
á“ trúarjátningar, þær gegna sínu afmarkaða hlutverki. „I postulegu trúar-
játningunni er hvergi minnst á réttlæti né heldur kærleikann sem var þó
mestur" í lokaorðunum í Ijóði Páls postula um kærleikann „en nú varir trú,
von og kærleikur“ þar voru hugtök sem höfðuðu sterkar til þjóðskáldsins en
flest önnur. Hér þarf að taka á hlutunum með öðrum hætti. Séra Matthías
talaði iðulega spámannlega um trúna og fyrir það þurfti hann að gjalda eins
og allir spámenn - og þarf greinilega enn þótt hann ætti öllu heldur þakkir
skildar fyrir frjálslyndi sitt á þröngsýnum tímum sem höfðu lítið svigrúm
fyrir spámenn.
Umfjöllun höfundar um sálmabókina 1886 er fróðleg, ekki hvað síst að
hinir íhaldssömu guðfræðingar í nefndinni hafi ekki gefið mikið fyrir sálma
séra Hallgríms Péturssonar né heldur séra Sigurðar í Presthólum (228). Þetta
voru greinilega erfiðir tímar þar sem menn urðu að vera fimir í línudansi
til að vera í náðinni.
Höfundur rekur með afar knöppum hætti lagabreytingar um kirkjumál
frá 1880, þar sem stofnun sóknarnefnda skiptir miklu máli, því máli fylgir
hann reyndar ágætlega eftir síðar og getur þess m.a. að væntingar sem margir
bundu við stofnun sóknarnefnda, einkum um aðkomu þeirra að hinu
eiginlega kirkjustarfi, hafi ekki ræst (231). En hér skortir þó umfjöllun um
héraðsnefndir og uppruna þeirra, ekki síst til þess að skilja þróun prófasts-
dæmanna undir lok tuttugustu aldar þar sem héraðsnefndir skiptu sífellt
meira máli í eflingu kirkjustarfs heima í héraði. Sama gildir almennt um
prófastsdæmin, höfundur eyðir margfalt meira púðri í biskupsembættið,
embætti prófastanna voru síst minna virði í sögu lúthersku kirkjunnar. Þá
hljóta margir að sakna þess að engin umfjöllun er um kirkjulaganefndina á
Alþingi í upphafi tuttugustu aldar þar sem margvíslegar breytingar í kirkjum
173
L