Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 26

Orð og tunga - 01.06.1990, Síða 26
4 Orð og tunga Hér verður þýðandinn að reyna svolítið á þanþol sinnar eigin tungu, jafnvel þótt hann eigi á hættu að verða talinn ósendibréfsfær á móðurmáli sínu, því þýðingar eru öðrum þræði landnám tungunnar, sem víkka svið hennar og færa hana nær því markmiði að orð verði á henni til um allt sem er hugsað á jörðu. Við megum fyrir alla muni ekki rígskorða okkur við ákveðinn stíl og telja hann íslenskari en alla aðra, svo sem frásagnarstíl Islendingasagna. Þótt hann eigi auðvitað ágætlega við þegar lýst er áflogum og vígaferlum bænda á söguöld, hentar hann til dæmis miður vel yfirmáta íhugulum og innhverfum sagnamáta. aldamótahöfunda á borð við Marcel Proust, Thomas Mann eða James Joyce. Þegar öllu er á botninn hvolft er ritstíll miklu síður háður þjóðerni eða þjóðtungu en ákveðnum höfundum og umfram allt þó ákveðnum tímabilum og stefnum. Þótt þýðingar stuðli þannig að því að veita nýjum og utanaðkomandi straum- um inn í land þýðandans, má frá öðru sjónarhorni séð líta á þær sem einhvers konar varnargarð gegn ofurmætti erlendra áhrifa, með því þeim er þá ekki hleypt inn án þess að hafa verið brotin undir þá þjóð sem fyrir er og veittur þegnréttur í nýju landi. Gott dæmi um slíkan varnargarð er þýðing hins grískættaða Li- víusar Andróníkusar á Odysseifskviðu Hómers yfir á latínu, sem markar upphaf latneskra bókmennta, þar sem hún skapaði latneskt skáldamál sem gerði Róm- verjum kleift að standast fyrirmyndum sínum, Grikkjum, snúning á bókmennta- sviðinu það sem eftir var. Þannig hafa þýðingar af erlendum málum einatt orðið grundvöllur að þjóðlegum bókmenntum og er nærtækast fyrir okkur hér að hugsa til þess hvernig þýðingar á erlendum helgiritum voru undanfari þeirra bókmennta sem við gumum hvað mest af sem séríslensku fyrirbrigði, Islendingasagna, þótt því sé ekki haldið mjög á loft hér. En til að minna á þátt þýðinga í mótun íslensks ritmáls fyrr á öldum liggur beinast við að tilfæra orð Halldórs Laxness í formála að þýðingu á Alexanderssögu Galteri frá 13. öld, sem eignuð er Brandi Jónssyni ábóta, þar sem segir að hún sé „þýdd á merkilegum tímamótum í sköpunar- sögu íslensks ritmáls, hinn forni málmur tungunnar er hér hitaður, smíðaður og lagður í deiglu þeirrar formtísku, sem þá var uppi með suðrænum forustuþjóð- um menningar og undir beinum áhrifum hins alþjóðlega menntamáls aldarinnar, latínunnar.11 Eitt merkasta dæmið um það að þýðing geti orðið uppspretta nýrra bók- mennta er auðvitað þýðing Marteins Lúthers á Biblíunni yfir á mál sem varla var til á hans tímum, en heitir síðan þýskt ritmál, og væri það verk í sjálfu sér ærin ástæða til að halda nafni hans á loft hver svo sem örlög hinnar svonefndu lútherstrúar hefðu orðið. Og Lúther lét ekki við það sitja að þýða, heldur bætti hann um betur með því að gera rækilega grein fyrir aðferðum sínum við verkið og viðhorfum sínum til þýðingarstarfsins almennt í bréfi sem gengur undir nafninu Sendbrief vom Dolmetschen, og segir þar m.a. að sér mundi ekki veita af heilu ári ef hann ætti að útlista allar sínar hugsanir og röksemdir um það efni. Hann sýnir einnig með dæmum hvernig þýða skuli hinn biblíulega texta svo hann megi ná til hins almenna lesanda, en til þess þarf hann framar öllu að standa sem næst eðlilegu alþýðumáli samtímans. Þannig þykir honum óeðlilegt málfar það sem er orðrétt þýtt í okkar Biblíu með orðunum „Af gnægð hjartans talar munnurinn“ og vill þýða það á alþýðlegri og kjarnmeiri máta með J)ýsku setningunni „Wes das Herz voll ist, des gehet der Mund iiber“. Svipuð sjónarmið koma fram löngu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.