Orð og tunga - 01.06.1990, Page 33

Orð og tunga - 01.06.1990, Page 33
Guðrún Kvaran: Almúganum til sœmdar og sáluhjálpar 11 4 Nýja testamenti Odds Af því sem á undan er farið má sjá að talsvert hafði verið þýtt af biblíutextum þegar Oddur settist út í fjós í Skálholti og hóf að þýða Nýja testamentið „Guði til lofs og dýrðar, en almúganum til sæmdar og sáluhjálpar“. Oddur var vel mennt- aður og fróður maður sem hafði nám að baki í Noregi, Danmörku og Þýskalandi þegar hann gekk í þjónustu Ogmundar biskups Pálssonar í Skálholti. A árum sínum erlendis kynntist liann siðbótarhreyfingunni og þeim mönnum sem boð- uðu nýjan skilning á kenningum kirkjunnar. Framámenn hreyfingarinnar vildu ná til alþýðunnar og því var fljótt hafist handa við nýjar þýðingar biblíunnar og útgáfur annarra guðsorðarita. Oddur hreifst af þessum nýju straumum og hóf að þýða Nýja testamentið á laun í felum fyrir Ogmundi. Er talið að hann hafi þýtt Mattheusarguðspjall veturinn 1536-1537 en síðustu hönd lagði hann á þýðingu sína í Danmörku 1538. Hún var síðan prentuð í Hróarskeldu og var prentun lokið 12. apríl 1540, fyrir bráðlega 450 árum. Ymsar vangaveltur hafa komið fram um fyrirmyndir Odds bæði erlendar og innlendar. Jón Helgason fjallaði nokkuð um það efni í bók sinni um málið á Nýja testamenti Odds og benti á að aðalfyrirmyndin sé, auk latnesku biblíunn- ar Vúlgötu, þýðing Marteins Lúthers og sennilegast þá frá 1530 (Jón Helgason 1929:178-179). Einnig telur hann að Oddur kunni að hafa notað lágþýska út- gáfu Nýja testamentisins en nákvæmur samanburður á verki Odds og þessum þýsku þýðingum hefur enn ekki verið gerður. Allt er óvissara um innlendar fyr- irmyndir. Gera verður ráð fyrir að Oddur hafi notfært sér bóka- og handritakost Skálholtsstóls en hæpið er að um bein not einstakra rita sé að ræða. Það sýnir tilvitnanasafn Kirbys sem áður er nefnt. Jón Helgason benti að vísu á að Oddur hefði hugsanlega þekkt og notað Stjórn og reisti þá skoðun sína á einstökum orðum sem fyrir koma í báðum ritum. Ég tel að slíkur samanburður geti verið mjög varasamur ef ekkert annað bendir til tengsla. Einstök orð minna fremur á að hver þýðandi leitar fanga í þeim orðaforða sem honum er tamastur og hann þekkir best. Oddur hefur gjörþekkt íslenskt biblíumál og kunnað með það að fara. Aðeins hefur verið hægt að benda á eitt rit sem í eru kaflar sem eru svo líkir samsvarandi versum í Lúkasarguðspjalli hjá Oddi að um textasamband hlýtur að vera að ræða. Þetta rit er Jóns saga baptista sem Grímur Hólmsteinsson skrifaði seint á 13. öld. Jón Helgason telur að Oddur hafi notað Jóns sögu (Jón Helgason 1929:193) við þýðingu sína en Ian Kirby er aftur á móti þeirrar skoðunar að báðir hafi þekkt og stuðst við sama frumrit og að það hafi verið norræn þýðing á guðspjöllunum frá síðasta fjórðungi 13. aldar (Kirby 1986:101). Hafi Kirby rétt fyrir sér hefur það óneitanlega talsverð áhrif á þann Ijóma sem hvílir yfir Nýja testamentisþýðingu Odds. En stoðirnar undir kenninguna eru veikar og að mínum dómi mun líklegra að Oddur hafi þekkt Jóns sögu baptista og þótt biblíutilvitnanir þar svo vel þýddar að hann taldi sig ekki geta bætt um betur. Oddur: Sá yðar sem hefir tvo kyrtla, hann gefi þeim er öngvan hefur. Og sá er vistir hefir, gjöri hann slíkt hið sama. (Lúk. 3. kafli.)

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.